Innlent

Ólöf leiðir Kvennahreyfinguna

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Listi flokksins var kynntur á Bríetartorgi í dag.
Listi flokksins var kynntur á Bríetartorgi í dag. Vísir/Egill
Ólöf Magnúsdóttir, leiðir lista Kvennahreyfingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Listi flokksins var kynntur í dag.

Steinunn Ýr Einarsdóttir er í öðru sæti, Nazanin Askari í því þriðja og Hanna Björg Vilhjálmsdóttir í því fjórða.

„Undangengnar alþingiskosningar og sveitarstjórnarkosningarnar nú bera þess hins vegar vitni að þau stjórnmálaöfl sem fyrir eru ætla sér ekki að setja þessi mál í forgang, jafnvel ekki þeir flokkar sem hvað helst hafa talað máli kvenréttinda á undanförnum árum. Það er því aðeins eitt í stöðunni - að gera það sjálfar. Það er okkar mat að þolendur hafa beðið nógu lengi. Nú er tími aðgerða og þess vegna erum við hér, Kvennahreyfingin,“ segir í tilkynningu frá flokknum.

Listi Kvennaframboðsins er eftirfarandi:

  1. Ólöf Magnúsdóttir þjóðfræðingur, nýskapari og leiðsögukona
  2. Steinunn Ýr Einarsdóttir kennari
  3. Nazanin Askari túlkur 
  4. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kennari
  5. Steinunn Ólína Hafliðadóttir háskólanemi
  6. Svala Hjörleifsdóttir grafískur hönnuður
  7. Þóra Kristín Þórsdóttir aðferðafræðingur
  8. Bára Jóhannesdóttir Guðrúnardóttir sérfræðingur
  9. Andrea Eyland höfundur
  10. Eva Huld Ívarsdóttir meistaranemi í lögfræði
  11. Aðalheiður Ármann háskólanemi
  12. Bylgja Babýlons grínisti 
  13. Anna Kristín Gísladóttir frístundaleiðbeinandi 
  14. Hera Eiríksdóttir Hansen ráðstefnustjóri
  15. Pálmey Helgadóttir kvikmyndagerðakona
  16. Sunnefa Lindudóttir hjúkrunarfræðingur
  17. Guðfinna Magnea Clausen sjúkraliði
  18. Þórdís Erla Ágústsdóttir ljósmyndari
  19. Sigrún H. Gunnarsdóttir ljósmóðir
  20. Erna Guðrún Fritzdóttir dansari
  21. Þórunn Ólafsdóttir verkefnastjóri og stofnandi Akkeris
  22. Edda Björgvinsdóttir leikkona
  23. Inga María Vilhjálmsdóttir verkefnastjóri
  24. Nichole Leigh Mosty verkefnastjóri
  25. Hekla Geirdal barþjónn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×