Erlent

Einn látinn og þriggja saknað eftir námuslys í Póllandi

Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar
Rannsókn á orsökum slyssins er þegar hafin.
Rannsókn á orsökum slyssins er þegar hafin. Vísir/AFP
Námuslys varð í pólska bænum Jastrzebie Zdroj sem liggur nærri landmærum Póllands og Tékklands. Einn maður hefur fundist látinn og enn er ekki vitað um afdrif þriggja námamanna.

Hrun varð í námugöngum þegar jarðskjálfti varð. Skjálftinn var 3,4 á Richter samkvæmt pólskum yfirvöldum.

Fljótt náðist til fjögurra manna og síðan þá hefur tekist að bjarga tveimur til viðbótar. Alls 200 manns standa að bjargarstarfinu.

Maðurinn sem síðast tókst að bjarga er nú kominn undir læknishendur en hann fannst meðvitundarlaus undir járnbraki. 

Björgunarstarf er ýmsum vandkvæðum bundið og hefur meðal annars þurft að dæla súrefni í göngin til að losna við metangufur svo björgunarfólk komist lengra inn í göngin.

Stjórnvöld hafa þegar hafið rannsókn á orsökum slyssins.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×