Innlent

Píratar bæta verulega við sig

Samúel Karl Ólason skrifar
Tæp ellefu prósent svarenda vildu ekki gefa upp afstöðu sína og næstum því sex prósent sögðust skila auða, ef kosið yrði í dag.
Tæp ellefu prósent svarenda vildu ekki gefa upp afstöðu sína og næstum því sex prósent sögðust skila auða, ef kosið yrði í dag. Vísir/Vilhelm
Fylgi Samfylkingarinnar dregst saman og Píratar bæta verulega við sig í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup. Samfylkingin missir tæp fjögur prósentustig og Píratar bæta við sig rúmum þremur. Fylgi annarra flokka breytist lítið á milli mánaða.

Samfylkingin mælist hæst með 27,8 prósenta fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn er með 25,9 prósent, Píratar með 14,4 prósent, Vinstri græn með 9,3 prósent, Viðreisn með 8,1 prósent, Miðflokkurinn með 4,8 prósent, Flokkur fólksins með 3,4 prósent, Sósíalistaflokkurinn með 2,1 prósent, Framsóknarflokkurinn með 1,9 prósent, Höfuðborgarlistinn með eitt prósent og aðrir mælast samtals með 1,3 prósent.

Tæp ellefu prósent svarenda vildu ekki gefa upp afstöðu sína og næstum því sex prósent sögðust skila auða, ef kosið yrði í dag.

Samkvæmt Þjóðarpúlsinum yrði Samfylkingin með sjö borgarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkurinn með sjö, Píratar með fjóra, Vinstri græn með tvo, Viðreisn með tvo og Miðflokkurinn með einn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×