Viðskipti innlent

Valitor tapaði 565 milljónum króna

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Viðar Þorkelsson, forstjóri kortafyrirtækisins Valitors.
Viðar Þorkelsson, forstjóri kortafyrirtækisins Valitors. Vísir/stefán
Greiðslukortafyrirtækið Valitor, sem er í eigu Arion banka, tapaði 565 milljónum fyrir skatta á fyrsta fjórðungi ársins. Til samanburðar skilaði félagið 76 milljóna króna hagnaði á sama tíma í fyrra.

Fram kemur í árshlutareikningi Arion banka, sem birtur var í síðustu viku að rekstrartekjur Valitors hafi numið 1.271 milljón króna á fyrstu þremur mánuðum þessa árs borið saman við 1.681 milljón á fyrsta fjórðungi síðasta árs. Þá námu rekstrargjöld kortafyrirtækisins 1.872 milljónum króna á fyrsta fjórðungi ársins en þau voru 1.578 milljónir króna á sama tíma í fyrra.

Eignir Valitors námu auk þess 39.483 milljónum króna í lok marsmánaðar borið saman við 43.294 milljónir á sama tíma á síðasta ári. Heildarskuldir félagsins voru 23.573 milljónir króna í lok síðastliðins mars en þær voru 18.899 milljónir króna í lok mars á síðasta ári.

Eins og greint var frá í Markaðinum í síðustu viku skilaði Valitor Holding um 1.483 milljóna króna rekstrartapi í fyrra og jókst það um rúmlega 1.070 milljónir á milli ára. Þá var afkoma greiðslukortafyrirtækisins fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta neikvæð um 648 milljónir, sem er meðal annars tilkomið vegna 275 milljóna einskiptiskostnaðar, miðað við EBITDA-hagnað upp á 416 milljónir á árinu 2016.

Í fmm ára áætlun fyrirtækisins er gert ráð fyrir að það skili rekstrarhagnaði innan fáeinna ára.




Tengdar fréttir

Rekstrartap Valitors jókst um milljarð

EBITDA-hagnaður Valitors Holding var neikvæður um 650 milljónir króna í fyrra. Forsvarsmenn kortafyrirtækisins gera ráð fyrir að reksturinn verði arðbær innan fimm ára. Viðskiptum félagsins við stærsta samstarfsaðila sinn, bandaríska fyrirtækið Stripe, verður hætt á þessu ári. Miklar fjárfestingar eru í pípunum.

Andstaða stjórnvalda stoppaði arðgreiðslu

Kaupþing og vogunarsjóðir hættu við að greiða Valitor út í arð vegna andstöðu við þau áform innan stjórnkerfisins og á meðal einstakra ráðherra. Slík ráðstöfun væri engu að síður líkleg til að skila ríkinu hærra stöðugleikaframlagi.

Niðurstaða um 3 milljarða tjón stendur

Valitor fær ekki nýtt undirmat á tjóni DataCell og Sunshine Press Productions vegna ólögmætrar riftunar Valitors á greiðslugáttarsamningi fyrir Wikileaks, samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms í gær. Fyrra mat á tjóni upp á 3,2 milljarða stendur því óhaggað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×