Golf

Tiger spilar með Mickelson og Fowler

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tiger hress á blaðamannafundi eftir æfingahring í gær.
Tiger hress á blaðamannafundi eftir æfingahring í gær. vísir/getty

Players-meistaramótið hefst á hinum frábæra Sawgrass-velli á morgun. Þetta mót er oft kallað fimmta risamótið. Ráshópur dagsins er með Tiger Woods, Phil Mickelson og Rickie Fowler.

Tiger Woods hefur verið hlustskarpastur á þessu móti í tvígang og getur orðið aðeins annar maðurinn á eftir Jack Nicklaus til þess að vinna það þrisvar. Aðeins sex kylfingum  hefur tekist að vinna í tvígang.

Hann hefur aftur á móti ekki spilað á vellinum síðan honum var breytt umtalsvert.

„Ég gíra mig upp með því að horfa á sjálfan mig eiga góðar stundir á vellinum. Þá var ég á mikilli siglingu,“ sagði Tiger afar spenntur fyrir mótinu.

„Það liðu tólf ár á milli sigranna minna hérna. Á þessum velli verður maður að spila mjög vel og það er ekki hægt að komast upp með einhverja hluti hérna.“

Tiger púttaði illa á sínu síðasta móti og var ekki á meðal 50 efstu á því móti.

Mótið verður sýnt beint á Golfstöðinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.