Sport

Hlynur Andrésson sló ótrúlegt met

Dagur Lárusson skrifar
Hlynur næst lengst til hægri.
Hlynur næst lengst til hægri. vísir/FRÍ
Hlynur Andrésson varð í nótt fyrsti Íslendingurinn til þess að hlaupa fimm kílómetra undir fjórtán mínútum en hann var að keppa fyrir skólann sinn í Eastern Michigan í Bandaríkjunum.

 

Hlynur og liðsfélagar hans í hlaupaliði Eastern Michigan háskólans í Bandaríkjunum voru að keppa á móti í Charlottesvilla í Virginíu í gær þegar Hlynur sló metið.

 

Hynur hljóp á 13:58.91 sekúndum og varð því, eins og fyrr segir, fyrsti Íslendingurinn í sögunni til þess að hlaupa fimm kílómetra á undir fjórtán mínútum og því á hann nú Íslandsmetið.

 

Þess má geta að fyrr á árinu sló Hlynur einnig Íslandsmet í tíu kílómetra hlaupi en þá sló hann tæplega tíu ára gamalt met Kára Steins Karlssonar um tæpar átta sekúndur.

 

Það er því ljóst að Hlynur á framtíðina fyrir sér og spurning hvort að fleiri met verði slegin á næstunni.

 


Tengdar fréttir

Hlynur sló Íslandsmet

Hlynur Andrésson, frjálsíþróttakappi úr ÍR, sem nú stundar núm við Eastern Michigan háskólann sló Íslandsmet í tíu kílómetra hlaupi í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×