Enski boltinn

Pep um de Bruyne: „Enginn leikmaður betri“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kevin De Bruyne hefur spilað mjög vel.
Kevin De Bruyne hefur spilað mjög vel. vísir/getty
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sagði að Belginn Kevin de Bruyne ætti skilið að verða útnefndur leikmaður ársins á Englandi. Mohamed Salah var valinn bestur í gærkvöld.

De Bruyne var frábær í stórsigri City á Swansea í gær og skoraði meðal annars glæsimark utan af velli og var valinn maður leiksins.

„Að mínu mati er enginn annar leikmaður en hann sem kemur til greina. Hann er svo stöðugur, hann skilar frábærum frammistöðum á þriggja daga fresti,“ sagði Guardiola eftir sigurinn á Swansea í gær, áður en valið var kunngjört.

„Þó svo það séu einhverjir með betri markatölur en hann þá hefur enginn verið betri. Það er mín skoðun, en leikmennirnir geta haft aðra skoðun.“

Það eru leikmannasamtökin á Englandi sem standa á bak við kjörið á leikmanni ársins.

„Þegar tímabilinu líkur þá munum við sitja heima sem meistarar,“ sagði Pep Guardiola.


Tengdar fréttir

Salah valinn bestur

Mohamed Salah er besti leikmaður Englands þetta tímabilið. Hann var valinn bestur af leikmannasamtökunum í Englandi en valið var kunngjört á árlegu verðlaunahófi samtakanna í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×