Enski boltinn

Húðflúraði andlit Lacazette á rassinn og fékk frítt á völlinn | Mynd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lacazette í leiknum í gær.
Lacazette í leiknum í gær. vísir/getty
Hinn franski framherji Arsenal, Alexandre Lacazette, var yfir sig hrifinn af stuðningsmanni félagsins sem lét húðflúra andlit hans á rassinn sinn.

Er Lacazette frétti af því gat hann ekki annað en boðið stuðningsmanninum á völlinn. Talsverð búbót miðað við hvað kostar á völlinn hjá Arsenal.

Að hafa drenginn með rassahúðflúrið í stúkunni fór vel í Lacazette því hann skoraði tvö mörk gegn West Ham í gær.

Hann hitti svo drenginn eftir leik og að sjálfsögðu var splæst í rándýra mynd.






Tengdar fréttir

Lacazette skoraði tvö í sigri Arsenal

Aaron Ramsey og Alexandre Lacazette tryggðu Arsenal 4-1 sigur á West Ham á lokamínútunum í Lundúnarslagnum á Emirates vellinum en með sigrinum komst Arsenal í 57 stig.

Sjáðu markaveislu Man. City og Arsenal í stuði gegn West Ham

Manchester City bauð til veislu á heimavelli sínum í gær er Swansea kom í heimsókn. Þetta var fyrsti leikur liðsins síðan það varð sófameistari á dögunum og nú var loksins tækifæri til þess að fagna. Það gerði liðið líka.

Wenger: Stuðningsmennirnir særðu mig

Arsene Wenger sagði stuðningsmenn Arsenal hafa sært sig með gagnrýninni á hann síðustu misseri. Wenger tilkynnti fyrir helgina um ákvörðun sína að hætta með Arsenal liði eftir tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×