Enski boltinn

Allir minjagripir Ian Wright komnir í sölu á netinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Wright fagnaði oft með Arsenal.
Wright fagnaði oft með Arsenal. vísir/getty
Arsenal-goðsögninni Ian Wright var illa brugðið er hann komst að því að allir minjagripirnir sem hann hafði sankað að sér á ferlinum væru komnir í sölu á netinu.

Alls eru þetta um 500 hlutir og þar á meðal áritaðar treyjur, verðlaunagripir og annað sem hann sankaði að sér er hann var að spila.

Allir þessir hlutir voru í geymslu í Orlando í Flórída en fyrrum eiginkona Wright hafði gleymt að borga geymslugjaldið. Geymslan var því seld með öllum sínum munum á sjö milljónir dollara eða rúmar 700 milljónir íslenskra króna.

Ekki er vitað hver kaupandinn sé en Wright hafði ekki hugmynd um að það væri verið að selja alla þessa muni sem skipta hann miklu máli.

Á meðal mikivægustu hluta þarna er árituð treyja eftir að Wright hafði bætt markamet Arsenal. Einnig má nefna gullskó og fyrstu landsliðstreyju Shaun Wright-Phillips, sem er sonur Wright.

Áhugasamir geta skoðað munina hér og jafnvel reynt að kaupa eitthvað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×