Enski boltinn

FA biðst afsökunar á tísti um Kane

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Harry Kane gekk illa að komast framhjá Smalling í leiknum á laugardag
Harry Kane gekk illa að komast framhjá Smalling í leiknum á laugardag vísir/getty
Enska knattspyrnusambandið hefur beðið Tottenham og Manchester United afsökunar á tísti sem sambandið sendi út eftir undanúrslitaleik liðanna í ensku bikarkeppninni á laugardag.

Tístið kom á Twitter síðu bikarkeppninnar, Emirates FA Cup, þar sem stóð einfaldlega „Chris, hvað ertu með í vasanum?“ og svarið var í formi gif-myndbands af Chris Smalling þar sem hann sagði „Harry Kane.“

Tístið var sent stuttu eftir 2-1 sigur United á Tottenham í undanúrslitunum og þúsundir áframtístu því áður en það var loks fjarlægt í morgun, mánudag.

Kane hefur verið mikið í sviðsljósinu á samfélagsmiðlum undan farið, vegna þessa tísts og svo eftir að hann bað um að fá mark skráð á sig sem hafði verið skráð á Christian Eriksen í sigri Tottenham á Stoke.

Skjáskot af tístinu má sjá hér að neðan.

Skjáskot af tísti knattspyrnusambandsins. Eins og áður segir sagði Smalling „Harry Kane.“mynd/bbc

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×