Innlent

Dan Brown skoðaði íslensku handritin

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Dan Brown skoðaði íslensku handritin í dag með Guðrúnu Nordal forstöðumanni.
Dan Brown skoðaði íslensku handritin í dag með Guðrúnu Nordal forstöðumanni. Facebook/Stofnun Árna Magnússonar
Rithöfundurinn Dan Brown er í heimsókn á landinu og heimsótti hann meðal annars stofun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Það var bókaforlagið Bjartur sem bauð Brown í heimsókn til Íslands en Bjartur gefur út bækur höfundarins hér á landi. 

Í hádeginu borðaði Brown með rithöfundunum Yrsu Sigurðardóttur og Ragnari Jónassyni. Samkvæmt heimildum Vísis ræddu þau um bókmenntir og fór mjög vel á með þeim. Brown hafði ekki lesið bækur Yrsu og Ragnars en höfundarnir skiptust á árituðum eintökum á bókum sínum í hádegisverðinum í dag. 

Dan Brown, Yrsa Sigurðar og Ragnar Jónasson.Mynd/Bjartur
Brown hefur mikinn áhuga á miðaldasögu og miðöldum og því kom Bjartur því í kring að hann fengi að skoða þjóðargersemarnar sem handritin okkar eru. Höfundurinn er að fylgja eftir bókinni Origin sem kom út á síðasta ári en veltir nú fyrir sér stefnu næstu bókar. Ekki er vitað hvort handritin muni verða honum innblástur. 

Á morgun fer Brown út á land í gönguferð með góðum vini en mikil leynd liggur yfir því hvert ferðinni er heitið. Brown hafði lengi látið sig dreyma um að heimsækja Íslands og mun dvelja á landinu í nokkra daga. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×