Lífið

Sunneva Einarsdóttir skemmti sér vel með Jennifer Lopez

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
„Ég kemst ekki yfir það hvað hún er fullkomin,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Einarsdóttir um Jennifer Lopez
„Ég kemst ekki yfir það hvað hún er fullkomin,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Einarsdóttir um Jennifer Lopez Instagram/Sunneva Einarsdóttir

Samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Einarsdóttir hitti söng- og leikkonuna Jennifer Lopez í Las Vegas um helgina. Sunneva fór út á vegum Inglot á Íslandi, að kynna sér förðunarlínu fyrirtækisins sem unnin var í samstarfi við Lopez. Var um að ræða viðburð fyrir áhrifavalda frá mörgum löndum.

Sunneva var ótrúlega ánægð með ferðina sína og leyfði fylgjendum sínum að sjá helstu hápunkta ferðarinnar á Snapchat. Þar á meðal var „masterclass“ förðunarkennsla, Jennifer Lopez tónleikar, heimsókn í búningsherbergi söngkonunnar. Hápunkturinn var svo að fá að hitta stjörnuna eftir tónleikana en aðeins nokkrir útvaldir áhrifavaldar fengu þann heiður að fagna línunni með stjörnunni sjálfri. 

„Ég kemst ekki yfir það hvað hún er fullkomin“ skrifaði Sunneva við mynd sem hún birti af sér og Lopez á Instagram í dag. „Hún er svo blíð og svo mikill innblástur.“ Vörurnar úr línunni JLOxInglot eru væntanlegar á markað á næstu dögum. 


Tengdar fréttir

Erum allar gullfallegar

Sunneva Eir Einarsdóttir er meðal snoppufríðustu glæsikvenda landsins, með tugþúsundir fylgjenda á samfélagsmiðlum. Hún segir lífið vera betra þegar stelpur standi saman. ?2

Heitustu einhleypu konur landsins

Dómnefnd Vísis hefur tekið saman lista yfir stórglæsilegar konur sem eiga það sameiginlegt að vera einhleypar.

„Belfie“ nýjasta æðið

Í dag eru samfélagsmiðlastjörnur gríðarlega áhrifamiklar um heim allan og er engin undantekning á því hér á landi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.