Ísland hlýtur viðurkenningu fyrir brautryðjandastarf í þágu jafnréttis kynjanna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. apríl 2018 22:15 Geir H. Haarde, sendiherra Íslands í Washington, tekur við viðurkenningunni fyrir Íslands hönd Mynd/Utanríkisráðuneytið Tilkynnt var í Washington í gærkvöldi að Ísland hlyti sérstaka viðurkenningu fyrir brautryðjandastarf í þágu jafnréttis kynjanna, undir yfirskriftinni Framtíð karlmennskunnar eða Future of Manhood. Það eru kanadísku samtökin Promundo sem veita viðurkenninguna en Geir H. Haarde sendiherra Íslands í Bandaríkjunum veitti viðurkenningunni mótttöku fyrir Íslands hönd. Samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu var í athöfninni einnig tilkynnt um viðurkenningar til átta einstaklinga, baráttufólks fyrir jafnrétti kynjanna. Þeirra á meðal eru forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, kvikmyndagerðarkonan Jennifer Siebel Newsom, og framkvæmdastýra UN Women Phumzile Mlambo-Ngcuka.Margvíslegur hvati í íslenskri lagasetningu Stjórnarformaður Promundo, Gary Barker, sagði við verðlaunaafhendinguna að fyrir tilstuðlan #MeToo byltingarinnar og annarra aðgerða kvenna hefði hulu verið svipt af ofbeldi og áreiti karla í garð kvenna og þolinmæði væri þrotin á heimsvísu. Jafnrétti kynjanna væri á dagskrá stjórnvalda um víða veröld. Þrátt fyrir það er enn langt í land ef marka má spár Alþjóðahagþróunarstofnunarinnar um að búast megi við að hundrað ár taki að ná raunverulegu jafnrétti kynjanna. Sagði hann viðurkenningarnar veittar fyrir frumkvæði og framlag í þessa veru. „Í rökstuðningi fyrir viðurkenningu til Íslands kom fram að margvíslegur hvati sé í íslenskri lagasetningu, sem feli í sér skyldur og jafnframt tækifæri fyrir karla til þess að verða ábyrgir þátttakendur í lífi barna sinna. Hér er vísað til þess að allt að 90% feðra taka fæðingarorlof á Íslandi. Ennfremur kom fram að til fyrirmyndar sé hvernig Ísland hafi eflt umræðu meðal karla um jafnréttismál en hinar svokölluðu Rakarastofur hafa opnað augu karla og náð til karla á alþjóðavettvangi, veki þá til vitundar um mikilvægi jafnréttis og dulda fordóma í garð kvenna,“ segir í tilkynningu utanríkisráðuneytisins. Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Frábær þjóðbúningamessu í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Sjá meira
Tilkynnt var í Washington í gærkvöldi að Ísland hlyti sérstaka viðurkenningu fyrir brautryðjandastarf í þágu jafnréttis kynjanna, undir yfirskriftinni Framtíð karlmennskunnar eða Future of Manhood. Það eru kanadísku samtökin Promundo sem veita viðurkenninguna en Geir H. Haarde sendiherra Íslands í Bandaríkjunum veitti viðurkenningunni mótttöku fyrir Íslands hönd. Samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu var í athöfninni einnig tilkynnt um viðurkenningar til átta einstaklinga, baráttufólks fyrir jafnrétti kynjanna. Þeirra á meðal eru forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, kvikmyndagerðarkonan Jennifer Siebel Newsom, og framkvæmdastýra UN Women Phumzile Mlambo-Ngcuka.Margvíslegur hvati í íslenskri lagasetningu Stjórnarformaður Promundo, Gary Barker, sagði við verðlaunaafhendinguna að fyrir tilstuðlan #MeToo byltingarinnar og annarra aðgerða kvenna hefði hulu verið svipt af ofbeldi og áreiti karla í garð kvenna og þolinmæði væri þrotin á heimsvísu. Jafnrétti kynjanna væri á dagskrá stjórnvalda um víða veröld. Þrátt fyrir það er enn langt í land ef marka má spár Alþjóðahagþróunarstofnunarinnar um að búast megi við að hundrað ár taki að ná raunverulegu jafnrétti kynjanna. Sagði hann viðurkenningarnar veittar fyrir frumkvæði og framlag í þessa veru. „Í rökstuðningi fyrir viðurkenningu til Íslands kom fram að margvíslegur hvati sé í íslenskri lagasetningu, sem feli í sér skyldur og jafnframt tækifæri fyrir karla til þess að verða ábyrgir þátttakendur í lífi barna sinna. Hér er vísað til þess að allt að 90% feðra taka fæðingarorlof á Íslandi. Ennfremur kom fram að til fyrirmyndar sé hvernig Ísland hafi eflt umræðu meðal karla um jafnréttismál en hinar svokölluðu Rakarastofur hafa opnað augu karla og náð til karla á alþjóðavettvangi, veki þá til vitundar um mikilvægi jafnréttis og dulda fordóma í garð kvenna,“ segir í tilkynningu utanríkisráðuneytisins.
Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Frábær þjóðbúningamessu í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Sjá meira