Erlent

Mótmæltu vægum dómi fyrir hópnauðgun á Spáni

Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa
Frá mótmælunum í dag.
Frá mótmælunum í dag. vísir/epa
Hundruð komu saman fyrir framan hæstarétt Pamplona í norðurhluta Spánar í dag eftir að dómstóllinn dæmdi fimm menn fyrir vægt kynferðisbrot á átján ára gamalli stúlku. Mótmælendur segja dóminn hneyksli en þeir voru dæmdir í níu ára fangelsi með tækifæri til reynslulaunsar eftir fimm ár.

Samkvæmt frétt Guardian kalla mennirnir sig la manada, eða úlfahópinn. Þeir buðu stúlkunni að fylgja henni að bílnum hennar en fóru þess í stað með hana inn á byggingu og réðust á hana þar. Árásin var tekin upp að hluta til á síma mannana. Þolandinn var fundinn grátandi á bekk eftir árásina. Hún gat lýst árásarmönnunum fyrir lögreglu og voru mennirnir fimm handteknir daginn eftir. 

Hverjum þeirra er gert að greiða þolandanum 10 þúsund evrur í miskabætur. Árásin mun hafa átt sér stað fyrir tveimur árum á hinu árlega nautahlaupi í borginni. Mótmælendur eru æfir yfir vægum dómi og telja að mennirnir egi að vera dæmdir fyrir gróft kynferðisbrot enda um hópnauðgun að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×