Handbolti

Einum leik bætt við bann Magnúsar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Magnús í leik með ÍBV en nú er hann á leið í tveggja leikja bann.
Magnús í leik með ÍBV en nú er hann á leið í tveggja leikja bann. vísir/eyþór
Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann eftir að hann fékk rautt spjald gegn Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla.

Magnús fór þá „með krepptum hnefa beint í andlitið” á Daníel Þór Ingasyni, segir á vef HSÍ, en dómarar leiksins sendu Magnús í sturtu með rautt spjald. Hann var dæmdur í eins leiks bann fyrst um sinn og óskað var eftir greininargerð frá ÍBV.

Nú hefur greinargerð borist frá ÍBV og hefur aganefndin ákveðið að bæta einum leik til viðbótar við bann Magnúsar svo hann er á leiðinni í tveggja leikja bann.

„Greinargerð barst frá ÍBV um málið. Samkvæmt skýrslu dómara fór viðkomandi leikmaður í andlit andstæðingsins með krepptum hnefa. Verður þeirri lýsingu ekki hnekkt með skoðun myndbands af atvikinu,” segir í greinargerð aganefndar og heldur áfram:

„Niðurstaða aganefndar er eins leiks bann til viðbótar við það bann sem hann hlaut með úrskurði aganefndar, dags. 25. apríl 2018, eða alls tveggja leikja bann vegna atviksins.”

ÍBV vann fyrsti leikinn á dramatískan hátt og er komið í 1-0 en Magnús mun því ekki spila næst fyrr en í fjórða leik liðanna sem verður spilaður í Schenkerhöllinni sjöunda maí.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×