Erlent

Wolf skaut föstum skotum á Trump

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Michelle Wolf kom fram á árlegum kvöldverði blaðamanna í Hvíta húsinu. Trump mætti ekki.
Michelle Wolf kom fram á árlegum kvöldverði blaðamanna í Hvíta húsinu. Trump mætti ekki. Vísir/AFP/Getty
Michelle Wolf var með uppistand á árlegum kvöldverði blaðamanna innan Hvíta hússins. Wolf byrjaði með sprengju og sagði: „Eins og klámmyndastjarna segir áður en hún sefur hjá Trump: við skulum klára þetta af.“ Viðbrögðin voru af ýmsum toga, sumir hlógu en aðrir gripu um munn sér og fannst þetta kannski helst til fast skot á forsetann.

Wolf gerði ekki einungis grín að Bandaríkjaforsetanum heldur skaut hún einnig á Mike Pence varaforseta, fjölmiðlafulltrúa Hvíta Hússins Sarah Sanders og á fjölmiðlana sjálfa.

Donald Trump sá sér ekki fært að mæta á viðburðinn. Þetta er annað árið í röð sem forsetinn sniðgengur viðburðinn. Þegar Trump ákvað að mæta ekki í fyrra var það í fyrsta sinn í 36 ár sem forseti Bandaríkjanna lætur ekki sjá sig á viðburðinum.

Um er að ræða gamalgróna hefð þar sem samtök blaðamanna innan Hvíta hússins bjóða forsetanum til kvöldverðar og hefur jafnframt myndast hefð fyrir því að gert sé góðlátlegt grín að forsetanum á kvöldverðinum. Þá hefur fjöldi þekktra einstaklinga einnig látið sjá sig á þessum viðburði.

Uppistand Michelle Wolf má sjá í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×