Lífið

„Jóðlandi strákurinn úr Walmart“ gefur út sitt fyrsta lag

Sylvía Hall skrifar
Mason Ramsey hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn síðan í mars.
Mason Ramsey hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn síðan í mars. Vísir/Getty
Mason Ramsey, sem er betur þekktur sem jóðlandi strákurinn úr Walmart, hefur gefið út sitt fyrsta lag. Lagið heitir „Famous“ og hefur fengið hátt í þrjár milljón spilanir síðan það var birt á YouTube á fimmtudag.

Ramsey, sem er aðeins 11 ára gamall, sló í gegn á samfélagsmiðlum eftir að myndband af honum jóðla í Walmart-verslun í heimabæ sínum í Golconda í Illinois-fylki var birt á netinu.





Ramsay kom einnig fram á Coachella-hátíðinni fyrr í mánuðinum og má því segja að myndbandið af honum hafi skotið honum hratt upp á stjörnuhimininn, en myndbandið af honum í Walmart birtist fyrst á YouTube fyrir rúmum mánuði síðan.

Nýjasta lag Mason Ramsey má heyra hér að neðan.

 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×