Íslendingur stefnir á að klára lengstu þríþraut í heimi Sylvía Hall skrifar 29. apríl 2018 22:47 Jón Eggert Guðmundsson vinnur að því að klára heimsins lengstu þríþraut og komast í heimsmetabók Guiness. Vísir/Hanna Jón Eggert Guðmundsson vinnur nú að því að setja heimsmet í þríþraut, en þríþrautin er alls 6649 kílómetrar talsins. Hann hefur hefur nú hlaupið tæplega hálfmaraþon á dag í 79 daga og lýkur hlaupahlutanum á morgun sem eru 1458 kílómetrar. Þess má geta að fyrra heimsmet í daglegu hálfmaraþons-hlaupi eru 53 dagar. „Ég byrja að hjóla núna á þriðjudaginn og hjólahlutinn er núna kominn upp í 5700 kílómetra, sem eru næstum því sex hringir í kringum Ísland. Það er ágætt að keyra þetta, hvað þá sex sinnum.“ segir Jón Eggert, en hjólahluti hans er um tvöþúsund kílómetrum lengri en allt fyrra þríþrautarmet í heild sinni. Hann segist stefna á að klára hjólahlutann fyrir júní mánuð, en hann er búsettur í Flórída og því yrði myndi hitinn gera honum erfitt fyrir í sumar. Hann hefur því rúmlega mánuð til stefnu.Má ekki taka hvíldardaga Samkvæmt reglum heimsmetabókar Guinnes má Jón Eggert ekki taka hvíldardag á meðan hann vinnur að metinu, en þrátt fyrir það segist hann vera þokkalegur í líkamanum þó álagið sé mikið. „Ég er alveg þokkalegur. Maður er þreyttari eftir daginn. Fyrst þegar ég var að byrja lagði maður sig aðeins þegar þetta var búið og eftir korter var maður orðinn hress aftur. Núna sefur maður alveg í 2-3 tíma.“ Hann segist hafa óttast mest að verða fyrir meiðslum í hlaupunum, en hann hefur hingað til verið heppinn hvað það varðar og segir að erfiðasta hlutanum ljúki á morgun. „Hjólið og sundið eru mínar greinar, ég er bestur í þeim. Á þriðjudaginn verð ég kominn í minn þægindahring.“ segir Jón Eggert, sem stefnir á að hjóla í allt að 12 tíma á dag og fólk geti fylgst með honum á íþróttaforritinu Strava. Sundhlutinn tekur svo við af hjólreiðunum, en hann stefnir á að synda rúmlega sextán kílómetra á dag og áætlar að verði um átta tímar daglega.Hefur bæði gengið og hjólað strandhringinn um Ísland Jón Eggert hefur áður vakið athygli fyrir íþróttaafrek sín, en árið 2006 gekk hann strandhringinn í kringum Ísland og tíu árum síðar, árið 2016, hjólaði hann sama hring á fjórum vikum fyrir Krabbameinsfélag Íslands. Strandhringurinn er lengsti hringur sem hægt er að fara um Ísland, eða 3446 kílómetrar. „Ég var að velta fyrir mér þegar ég var búinn að hjóla þetta hvort það væri ekki sniðugt að synda þetta og raða þessu saman og gera Guinnes-met úr því.“ segir Jón Eggert, en síðan kom á daginn að metið væri ekki gilt því of langur tími leið á milli hvers hluta. „Til þess að það yrði met þyrfti ég að taka þetta í einu bretti, dag eftir dag.“ Jón Eggert segir þetta hafa verið kveikjuna að núverandi verkefni, en hann vill þó ekki gera mikið úr þrekvirkinu. „Þetta heldur manni allavega í formi.“Hægt er að fylgjast með Jóni Eggerti á bloggsíðu hans og á íþróttaforritinu Strava, en hann er að vekja athygli á samtökunum Hjólahetjur [Wheel Heroes] með heimsmetinu. Tengdar fréttir Vonast til að fá rasskinnina aftur eftir 3200 kílómetra Jón Eggert Guðmundsson er byrjaður að undirbúa sundferð í kringum Ísland. 28. júlí 2016 17:45 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Jón Eggert Guðmundsson vinnur nú að því að setja heimsmet í þríþraut, en þríþrautin er alls 6649 kílómetrar talsins. Hann hefur hefur nú hlaupið tæplega hálfmaraþon á dag í 79 daga og lýkur hlaupahlutanum á morgun sem eru 1458 kílómetrar. Þess má geta að fyrra heimsmet í daglegu hálfmaraþons-hlaupi eru 53 dagar. „Ég byrja að hjóla núna á þriðjudaginn og hjólahlutinn er núna kominn upp í 5700 kílómetra, sem eru næstum því sex hringir í kringum Ísland. Það er ágætt að keyra þetta, hvað þá sex sinnum.“ segir Jón Eggert, en hjólahluti hans er um tvöþúsund kílómetrum lengri en allt fyrra þríþrautarmet í heild sinni. Hann segist stefna á að klára hjólahlutann fyrir júní mánuð, en hann er búsettur í Flórída og því yrði myndi hitinn gera honum erfitt fyrir í sumar. Hann hefur því rúmlega mánuð til stefnu.Má ekki taka hvíldardaga Samkvæmt reglum heimsmetabókar Guinnes má Jón Eggert ekki taka hvíldardag á meðan hann vinnur að metinu, en þrátt fyrir það segist hann vera þokkalegur í líkamanum þó álagið sé mikið. „Ég er alveg þokkalegur. Maður er þreyttari eftir daginn. Fyrst þegar ég var að byrja lagði maður sig aðeins þegar þetta var búið og eftir korter var maður orðinn hress aftur. Núna sefur maður alveg í 2-3 tíma.“ Hann segist hafa óttast mest að verða fyrir meiðslum í hlaupunum, en hann hefur hingað til verið heppinn hvað það varðar og segir að erfiðasta hlutanum ljúki á morgun. „Hjólið og sundið eru mínar greinar, ég er bestur í þeim. Á þriðjudaginn verð ég kominn í minn þægindahring.“ segir Jón Eggert, sem stefnir á að hjóla í allt að 12 tíma á dag og fólk geti fylgst með honum á íþróttaforritinu Strava. Sundhlutinn tekur svo við af hjólreiðunum, en hann stefnir á að synda rúmlega sextán kílómetra á dag og áætlar að verði um átta tímar daglega.Hefur bæði gengið og hjólað strandhringinn um Ísland Jón Eggert hefur áður vakið athygli fyrir íþróttaafrek sín, en árið 2006 gekk hann strandhringinn í kringum Ísland og tíu árum síðar, árið 2016, hjólaði hann sama hring á fjórum vikum fyrir Krabbameinsfélag Íslands. Strandhringurinn er lengsti hringur sem hægt er að fara um Ísland, eða 3446 kílómetrar. „Ég var að velta fyrir mér þegar ég var búinn að hjóla þetta hvort það væri ekki sniðugt að synda þetta og raða þessu saman og gera Guinnes-met úr því.“ segir Jón Eggert, en síðan kom á daginn að metið væri ekki gilt því of langur tími leið á milli hvers hluta. „Til þess að það yrði met þyrfti ég að taka þetta í einu bretti, dag eftir dag.“ Jón Eggert segir þetta hafa verið kveikjuna að núverandi verkefni, en hann vill þó ekki gera mikið úr þrekvirkinu. „Þetta heldur manni allavega í formi.“Hægt er að fylgjast með Jóni Eggerti á bloggsíðu hans og á íþróttaforritinu Strava, en hann er að vekja athygli á samtökunum Hjólahetjur [Wheel Heroes] með heimsmetinu.
Tengdar fréttir Vonast til að fá rasskinnina aftur eftir 3200 kílómetra Jón Eggert Guðmundsson er byrjaður að undirbúa sundferð í kringum Ísland. 28. júlí 2016 17:45 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Vonast til að fá rasskinnina aftur eftir 3200 kílómetra Jón Eggert Guðmundsson er byrjaður að undirbúa sundferð í kringum Ísland. 28. júlí 2016 17:45
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent