Enski boltinn

Hefur verið hjá Manchester United síðan hann var sjö ára en gæti farið í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marcus Rashford.
Marcus Rashford. Vísir/Getty
Framtíð Marcus Rashford hjá Manchester United er í uppnámi samkvæmt frétt í enska blaðinu Daily Mirror í morgun.

Rashford hefur aðeins verið í byrjunarliðinu í fimm af síðustu sextán leikjum Manchester United og hann fékk ekki að byrja Manchester-slagnum við City um helgina.

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, setti Rashford reyndar inná síðustu átta mínútur leiksins en það breytti því ekki að enski landsliðsframherjinn er orðinn pirraður á stöðu sinni innan liðsins.

Hinn tvítugi Rashford hefur tekið þátt í 43 leikjum á tímabilinu en hefur aðeins verið 22 sinnum í byrjunarliðinu.

Marcus Rashford skoraði tvö mörk í 2-1 sigri á Liverpool þegar hann var síðast í byrjunarliðinu í ensku úrvalsdeildinni en spilað aðeins í 22 mínútur í tveimur næstu deildarleikkjum á móti Swansea og Manchester City.





Koma Alexis Sanchez til félagsins hefur ekki hjálpað til og þó að Marcus Rashford hafi ekki kvartað opinberlega um lítinn spilatíma þá hefur blaðamaður Mirror heimildir fyrir því að hann sé mjög ósáttur.

Síðasti leikur Marcus Rashford í byrjunarliðinu var í tapleiknum á móti sevilla í Meistaradeildinni en síðan hefur leikmaðurinn byrjað á bekknum í þremur leikjum í röð. Manchester United hefur unnið þá alla.

Marcus Rashford hefur verið hjá Manchester United síðan að hann var sjö ára gamall og það er hans draumur að spila áfram á Old Trafford. Lykilatriði er þó að hann vill spila fótbolta og það hefur ekki verið nóg um það í vetur.

Þetta er þriðja tímabil Marcus Rashford með aðalliði Manchester United. Hann skoraði 8 mörk í 18 leikjum fyrsta tímabilið, 11 mörk í 53 leikjum í fyrra og er kominn með 12 mörk í 44 leikjum á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×