Handbolti

Air France kemur inn til lendingar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Narcisse er að spila sína síðustu handboltaleiki þessi dægrin.
Narcisse er að spila sína síðustu handboltaleiki þessi dægrin. vísir/getty
Einn besti handknattleiksmaður heims á þessari öld, Daniel Narcisse, ætlar að henda skónum upp í hillu eftir þessa leiktíð.

Narcisse er að spila með PSG í heimalandinu og ætlar að hætta eftir enn einn titilinn á sínum ferli. Þessi magnaða skytta er orðin 38 ára gömul og hefur unnið allt sem hægt er að vinna í boltanum og flest oftar en einu sinni. Hann hefur alltaf gengið undir nafninu Air France enda með gríðarlegan stökkkraft.

Hann hóf feril sinn hjá Chambery árið 1998 og lék með þeim til ársins 2004 er hann samdi við þýska félagið Gummersbach.

Frakkinn fór þó aftur til Chambery árið 2007 og var þar í tvö ár áður en hann samdi við Kiel. Þar lék hann undir stjórn Alfreðs Gíslasonar til ársins 2013 er hann hélt aftur heim á leið.

Narcisse lék 309 landsleiki fyrir Frakka og skoraði í þeim leikjum 912 mörk. Hann vann gull með Frökkum á ÓL 2008 og 2012. Hann varð heimsmeistari 2001, 2009, 2015 og 2017. EM vann hann með Frökkum 2006, 2010 og 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×