Golf

Óvinsæli Masters-meistarinn var með áhugaverðar kylfur í pokanum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Reed er á miklu fjölmiðlaferðalagi í græna jakkanum þessa dagana. Hér er hann kominn upp í Emipre state bygginguna.
Reed er á miklu fjölmiðlaferðalagi í græna jakkanum þessa dagana. Hér er hann kominn upp í Emipre state bygginguna. vísir/getty
Eftir því var tekið að Masters-meistarinn Patrick Reed er ekki með samning við neinn golfframleiðanda og varð því meistari með þeim kylfum sem hann valdi sjálfur.

Það er ástæða fyrir því. Reed rifti nefnilega samningi sínum við Callaway eftir síðasta tímabil svo hann gæti sjálfur valið kylfur ofan í pokann sinn.

„Það er erfitt að trúa því að eitt fyrirtæki geti framleitt fjórtán fullkomnar kylfur og bolta fyrir alla kylfinga,“ sagði Reed.

„Þessi ákvörðun leyfði mér að velja kylfur ofan í pokann minn. Ég vil geta gert það sem ég vil í þeim efnum. Ég vel fjórtán kylfur og spila með bolta sem ég tel henta mér fullkomlega. Þetta var áhætta en hún borgaði sig.“

Hvað var Reed svo með í pokanum? Hann var með dræver frá Ping, járnin voru frá Callaway og Titleist, fleygjárnin frá Artisan Golf og pútter frá Odyssey. Hann spilaði svo með Titleist Pro V1 boltum.

Reed er þó á fatasamningi hjá Nike. Hann er vanur að herma eftir Tiger Woods með því að leika í rauðu á lokadeginum en kunni ekki við að gera það á Masters. Þess vegna var hann í bleiku.

Fyrir mótið var ekki einu sinni minnst á Reed á heimasíðu Nike yfir þá kylfinga sem væru í samstarfi við fyrirtækið. Það breyttist allt um síðustu helgi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×