Handbolti

Aron: Við ætlum okkur verðlaun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron er á sínu síðasta tímabili hjá Álaborg.
Aron er á sínu síðasta tímabili hjá Álaborg. mynd/álaborg
Úrslitakeppnin í danska handboltanum hefst í kvöld og lærisveinar Arons Kristjánssonar hjá Álaborg eiga titil að verja.

Lið Arons tók með sér eitt stig í úrslitakeppnina og á því góðan möguleika á því að fara aftur langt.

„Við ætlum okkur verðlaun en það hefur verið markmiðið í allan vetur. Fyrsta markmið núna er þó að komast í undanúrslitin,“ segir Aron en hans lið á útileik gegn Team Tvis Holstebro í kvöld.

Leikið er í tveimur fjögurra liða riðlum og tvö efstu lið riðlanna mætast svo í undanúrslitum. Álaborg er með eitt stig, Skjern tók tvö stig með sér en Holstebro og Århus mæta án stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×