Fótbolti

Bolt boðið að koma aftur til Dortmund

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Usain Bolt reynir að sparka í bolta.
Usain Bolt reynir að sparka í bolta. vísir/getty
Margfaldur Ólympíumeistari í spretthlaupi, Usain Bolt, mun æfa með þýska fótboltaliðinu Borussia Dortmund í þrjár vikur eftir að hafa heillað félagið í mars.

Bolt æfði með Dortmund í tvo daga í mars og hefur félagið boðið honum að koma aftur.

„Þetta skiptir mig miklu máli,“ sagði Bolt við the Herald Sun. „Allir halda að ég sé bara að grínast, en ég er í þessu af fullri alvöru.“

„Eftir tvær vikur fer ég aftur til Dortmund og æfi með þeim í þrjár vikur til þess að sjá betur hver staðallinn hjá mér sé og hvað ég þurfi að bæta.“

Bolt, sem er heimsmethafi í 100 og 200 metra spretthlaupi, er 31 árs en stefnir á að reyna fyrir sér í fótboltanum.

„Ég held ég geti gert það, og afþví ég legg hart að mér þá veit ég að ég get gert það,“ sagði Usain Bolt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×