Fótbolti

Katar fær að taka þátt í Suðurameríkukeppninni á næsta ári

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viðar Örn Kjartansson skorar hjá markverði Katar í landsleik Íslands og Katar í nóvember 2017.
Viðar Örn Kjartansson skorar hjá markverði Katar í landsleik Íslands og Katar í nóvember 2017. Vísir/AFP
Það tekur Katarbúa sextán klukkutíma að fljúga til Suður-Ameríku en það breytir ekki því að landslið Katar verður með í Suðurameríkukeppninni í fótbolta á næsta ári.

Knattspyrnusamband Katar hefur staðfest að landslið Katar verði með í keppnini sem fer fram í Brasilíu sumarið 2019.

Katar er ekki eina boðsþjóðin í Copa America 2019 því þar munu einnig taka þátt Kína, Japan, Mexíkó og tvær þjóðir til viðbótar úr Mið-Ameríku. Sum landsliðin koma því langa leið til að taka þátt.

Suðurameríkukeppnin verður sextán þjóða keppni næsta sumar en aðeins tíu þjóðir tilheyra knattspyrnusambandi Suður-Ameríku.

Katar er að undirbúa landslið sitt fyrir heimsmeistarakeppnina árið 2022 sem fer einmitt fram í Katar. Katarbúar hafa því lagt mikla áherslu á því að komast í þessa Suðurameríkukeppni þegar ljóst var að opið væri fyrir þrjár Asíuþjóðir að taka þátt.

Keppnin fer fram á átta leikvöllum í sjö borgum í Brasilíu þar á meðal á Maracanã leikvanginum í Ríó sem hefur hýst bæði HM og Ólympíuleika á síðustu árum. Keppnin fer fram 14. júní til 7. júlí 2019.







 

https://t.co/TidxJwBJgz#Qatar to participate in 2019 #copaamerica , confirms #QFA@qatar_olympic@QFA_ENpic.twitter.com/F3OaXHbnr2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×