Handbolti

Aðstoðarþjálfari ÍBV kominn aftur á bekkinn

Einar Sigurvinsson skrifar
Arnar í forgrunni, en aðstoðarþjálfari hans, Sigurður Bragason, í bakgrunni.
Arnar í forgrunni, en aðstoðarþjálfari hans, Sigurður Bragason, í bakgrunni. vísir/eyþór
Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari ÍBV, er mættur á bekk liðsins á nýjan leik eftir að hafa verið sendur í tímabundið leyfi.

Sigurður gisti fangageymslur lögreglu eftir að hafa veist að Theodóri Sigurbjörnssyni, einum af lykilmönnum liðsins, þegar liðið fagnaði bikarmeistaratitli sínum í síðasta mánuði.

Hann var á hliðarlínunni með Arnari Péturssyni, þjálfara ÍBV, í gærkvöldi þegar liðið vann sigur á ÍR í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla.

Í fréttatilkynningu sem ÍBV sendi frá sér í kjölfar atburðarins kom fram að „Sigurður stígi til hliðar um óákveðinn tíma í öllum störfum fyrir félagið“. Þar kom einnig fram að Sigurður og Theodór hefðu náð sáttum.

Næsti leikur ÍBV og ÍR fer fram í Austurbergi á morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×