Fótbolti

Andri Rúnar með þrennu

Einar Sigurvinsson skrifar
Andri Rúnar Bjarnason raðaði inn mörkum fyrir Grindavík. Hann er byrjaður að gera slíkt hið sama í Svíþjóð.
Andri Rúnar Bjarnason raðaði inn mörkum fyrir Grindavík. Hann er byrjaður að gera slíkt hið sama í Svíþjóð. Mynd/Adidas
Andri Rúnar Bjarnason átti stórleik fyrir Helsingborg í sænsku 1. deildinni í dag, en hann skoraði þrjú mörk í leiknum. Leiknum lauk með 5-1 útisigri Helsingborg á liði IK Frej Täby.

Helsingborg komst í 2-0 leiknum með mörkum frá Mamudu Moro og Andra Rúnari. Heimaliðið minnkaði muninn skömmu fyrir hálfleik en í seinni hálfleik réði Helsingborg lögum og lofum á vellinum.

Andri Rúnar skoraði sitt annað mark snemma í seinni hálfleik. Á 81. mínútu kom síðan Darijan Bojanic gestunum í 4-1. Skömmu fyrir leikslok innsiglaði Andri Rúnar síðan þrennuna og 5-1 sigur Helsingborg.

Með sigrinum sest Helsingborg í efsta sæti sænsku 1. deildarinnar með sex stig eftir tvo leiki, en liðið er bestu markatöluna í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×