Innlent

Ekki sannfærður um að árásirnar hafi verið tímabærar

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar er síst sannfærður um að loftárásir vesturveldanna hafi verið tímabærar.
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar er síst sannfærður um að loftárásir vesturveldanna hafi verið tímabærar. Vísir/ernir
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur að loftárásir vesturveldanna þriggja; Bretlands, Bandaríkjanna og Frakklands, hafi verið ótímabærar í ljósi þess að Efnavopnastofnunin í Haag (OPCW) er enn að rannsaka meinta notkun Sýrlandsstjórnar á efnavopnum.

Í tilkynningu frá Efnavopnastofnun í dag segir að rannsókninni verði haldið áfram þrátt fyrir árásirnar.

Ef í ljós kemur að Assad, Sýrlandsforseti, hafi beitt eigin þjóð efnavopnaárásum, segir Logi að mikilvægt sé að senda Assad skýr og ákveðin skilaboð: „Ógeðslegt ef satt er,“ segir Logi í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu sinni.  

Logi segist almennt séð vera á móti vopnaskaki nema í algjörri neyð; „....og ég vil mýkri leiðir til að stuðla að friði. Vesturlönd bera ríka ábyrgð á ástandinu í Miðausturlöndum og við getum ekki horft upp á þessar hörmungar lengur. Þessu verður að linna,“ segir Logi.

Hér að neðan er hægt að lesa stöðuuppfærslu Loga í heild sinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×