Innlent

„Öskrandi þörf“ fyrir kvennaframboð

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Þær Þóra Kristín Þórsdóttir og Ólöf Magnúsdóttir hafa ásamt fleirum unnið að nýjum framboðslista kvenna síðustu vikur.
Þær Þóra Kristín Þórsdóttir og Ólöf Magnúsdóttir hafa ásamt fleirum unnið að nýjum framboðslista kvenna síðustu vikur.
Konur sem undirbúa framboð í borginni ætla að kynna framboðslista og málefnaskrá á næstu dögum. Þær segja mikla þörf í sérstakt kvennaframboð en engin ein kona verði í forsvari fyrir hópinn heldur verði fyrst og fremst einblínt á málefnin og jafnræði.

Þær segja byggt verði á gildum kvennalistans og femínisma.

Sjá einnig: Kvennaframboð býður fram í borginni



Ein þeirra sem hefur undirbúið stofnun framboðsins undanfarnar vikur er Ólöf Magnúsdóttir. Hún segir ekki búið að raða niður á lista.

„Við erum búnar að ákeða að það verður engin ein forkona í flokknum. Þetta verður jafnræðisflokkur. Við leggjum mikla áherslu á jöfnuð í samfélaginu og við ætlum að vera jafnar,“ segir Ólöf.

Frestur til að skila inn framboðslista rennur út á hádegi þann 5. maí. Þóra Kristín Þórsdóttir sem tekur þátt í undirbúning flokksins segir nægjan tíma til stefnu.

„Við ætlum að vinna öðruvísi, tímaramminn er fínn. Borgaraflokkurinn sýndi 1987 að þetta er ekkert endilega stuttur fyrirvari. Vika er langur tími í pólitík, við höfum allt með okkur,“ segir Þóra.

Þær segja mikla eftirspurn með sérstöku kvennaframboði.

„Þú þarft bara að fara á samfélagsmiðla til að sjá að það er öskrandi þörf. Metoo, höfum hátt, þetta eru öfl sem öskra á breytingar,“ segir Ólöf að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×