Snúin staða fyrir VG vegna NATO Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. apríl 2018 16:36 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, gerði ríkisstjórnarsamstarfið að umfjöllunarefni þegar hún var spurð út í ákveðið misræmi í málflutningi ríkisstjórnarinnar er varðar stuðning Íslands við loftárásir vesturveldanna þriggja á Sýrland. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, gerði ríkisstjórnarsamstarfið að umfjöllunarefni þegar hún var spurð út í NATO í tengslum við stuðning Íslands við loftárásir vesturveldanna þriggja á Sýrland en Vinstri hreyfingin - grænt framboð er á móti aðild Íslands að NATO. Það hefur verið ákveðið misræmi í málflutningi ríkisstjórnarinnar er varðar stuðning Íslands við loftárásirnar. „Það er bara þannig að það er alltaf snúið að vera í ríkisstjórn og maður verður bara að horfast í augu við það,“ segir Katrín sem var gestur hjá Björtu Ólafsdóttur formanni Bjartrar framtíðar og þáttastjórnanda í nýjum þjóðmálaþætti á útvarpsstöðinni K100 sem heitir Þingvellir. Íslensk stjórnvöld ljáðu stuðningsyfirlýsingu NATO við loftárásirnar samþykki sitt. Þetta staðfesti Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, í Silfrinu í morgun, þrátt fyrir að forsætisráðherra hafi í fjölmiðlum í gær sagt Ísland ekki hafa lýst yfir „sérstökum stuðningi“ við árásirnar. Katrín segir að afstaða Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs ávallt hafa legið fyrir, sem er andstaða við aðild Íslands að NATO. „Hvernig gengur þetta með VG í ríkisstjórn sem er auðvitað opinberlega og einlæglega á móti veru okkar í NATO? Það lá auðvitað algjörlega fyrir þegar við gengum inn í þetta samstarf að NATO er liður í okkar þjóðaröryggisstefnu,“ segir Katrín sem bendir á að hún hafi verið studd af öllum flokkum að undanskildum þingflokki Vinstri grænna. „Þegar við förum inn í ríkisstjórn þá gerðum við það með þau opnu augu að við þurfum að fylgja eftir samþykkt Alþingis, þó að við - með okkar 17% - séum ekki nákvæmlega sammála þessum lið og við störfum samkvæmt þeirri stefnu sem þar hefur verið samþykkt.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sagðist sýna vesturveldunum skilning án þess þó að lýsa yfir beinum stuðningi þegar hann var inntur eftir viðbrögðum. „Við, Íslensk stjórnvöld, stigum ekki fram með sérstaka stuðningsyfirlýsingu í kjölfar árásanna eins og Evrópusambandið gerði og raunar mörg önnur ríki en hins vegar kom það líka fram í mínu máli í gær að málið yrði tekið fyrir innan NATO sem var gert síðan í gær og þar var samþykkt yfirlýsing um þessi mál en um leið ítrekaði Ísland þessa afstöðu sína að eina lausnin sé pólitísk eða diplómatísk lausn,“ segir Katrín. Forsætisráðherra segist trúa á að eina lausnin í málefnum Sýrlands sé diplómatísk. Tengdar fréttir Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir Ísland hafa samþykkt yfirlýsingu NATO Forsætisráðherra hefur áður sagt að Ísland hafi ekki lýst yfir "sérstökum stuðningi“ við loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 14:02 Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir Þingmaður Pírata bendir á að Nató og íslenskum ráðamönnum beri ekki saman um hvort íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi við loftárásirnar í Sýrlandi. 15. apríl 2018 10:57 Utanríkismálanefnd fundar um Sýrland í kvöld Fundurinn hefst kl. 20. Þar verður að líkindum fjallað um loftárásir þriggja NATO-ríkja í Sýrlandi og stuðning íslenskra stjórnvalda við þær. 15. apríl 2018 14:27 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, gerði ríkisstjórnarsamstarfið að umfjöllunarefni þegar hún var spurð út í NATO í tengslum við stuðning Íslands við loftárásir vesturveldanna þriggja á Sýrland en Vinstri hreyfingin - grænt framboð er á móti aðild Íslands að NATO. Það hefur verið ákveðið misræmi í málflutningi ríkisstjórnarinnar er varðar stuðning Íslands við loftárásirnar. „Það er bara þannig að það er alltaf snúið að vera í ríkisstjórn og maður verður bara að horfast í augu við það,“ segir Katrín sem var gestur hjá Björtu Ólafsdóttur formanni Bjartrar framtíðar og þáttastjórnanda í nýjum þjóðmálaþætti á útvarpsstöðinni K100 sem heitir Þingvellir. Íslensk stjórnvöld ljáðu stuðningsyfirlýsingu NATO við loftárásirnar samþykki sitt. Þetta staðfesti Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, í Silfrinu í morgun, þrátt fyrir að forsætisráðherra hafi í fjölmiðlum í gær sagt Ísland ekki hafa lýst yfir „sérstökum stuðningi“ við árásirnar. Katrín segir að afstaða Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs ávallt hafa legið fyrir, sem er andstaða við aðild Íslands að NATO. „Hvernig gengur þetta með VG í ríkisstjórn sem er auðvitað opinberlega og einlæglega á móti veru okkar í NATO? Það lá auðvitað algjörlega fyrir þegar við gengum inn í þetta samstarf að NATO er liður í okkar þjóðaröryggisstefnu,“ segir Katrín sem bendir á að hún hafi verið studd af öllum flokkum að undanskildum þingflokki Vinstri grænna. „Þegar við förum inn í ríkisstjórn þá gerðum við það með þau opnu augu að við þurfum að fylgja eftir samþykkt Alþingis, þó að við - með okkar 17% - séum ekki nákvæmlega sammála þessum lið og við störfum samkvæmt þeirri stefnu sem þar hefur verið samþykkt.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sagðist sýna vesturveldunum skilning án þess þó að lýsa yfir beinum stuðningi þegar hann var inntur eftir viðbrögðum. „Við, Íslensk stjórnvöld, stigum ekki fram með sérstaka stuðningsyfirlýsingu í kjölfar árásanna eins og Evrópusambandið gerði og raunar mörg önnur ríki en hins vegar kom það líka fram í mínu máli í gær að málið yrði tekið fyrir innan NATO sem var gert síðan í gær og þar var samþykkt yfirlýsing um þessi mál en um leið ítrekaði Ísland þessa afstöðu sína að eina lausnin sé pólitísk eða diplómatísk lausn,“ segir Katrín. Forsætisráðherra segist trúa á að eina lausnin í málefnum Sýrlands sé diplómatísk.
Tengdar fréttir Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir Ísland hafa samþykkt yfirlýsingu NATO Forsætisráðherra hefur áður sagt að Ísland hafi ekki lýst yfir "sérstökum stuðningi“ við loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 14:02 Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir Þingmaður Pírata bendir á að Nató og íslenskum ráðamönnum beri ekki saman um hvort íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi við loftárásirnar í Sýrlandi. 15. apríl 2018 10:57 Utanríkismálanefnd fundar um Sýrland í kvöld Fundurinn hefst kl. 20. Þar verður að líkindum fjallað um loftárásir þriggja NATO-ríkja í Sýrlandi og stuðning íslenskra stjórnvalda við þær. 15. apríl 2018 14:27 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir Ísland hafa samþykkt yfirlýsingu NATO Forsætisráðherra hefur áður sagt að Ísland hafi ekki lýst yfir "sérstökum stuðningi“ við loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 14:02
Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir Þingmaður Pírata bendir á að Nató og íslenskum ráðamönnum beri ekki saman um hvort íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi við loftárásirnar í Sýrlandi. 15. apríl 2018 10:57
Utanríkismálanefnd fundar um Sýrland í kvöld Fundurinn hefst kl. 20. Þar verður að líkindum fjallað um loftárásir þriggja NATO-ríkja í Sýrlandi og stuðning íslenskra stjórnvalda við þær. 15. apríl 2018 14:27