Enski boltinn

Sex ensk stórlið á ferðinni í ICC í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi í leik með Barcelona á móti Liverpool síðasta sumar.
Lionel Messi í leik með Barcelona á móti Liverpool síðasta sumar. Vísir/Getty
Stærstu félögin á Englandi ætla öll að halda í víking til Bandaríkjanna í sumar til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil.

Þetta eru lið Man Utd, Man City, Liverpool, Tottenham, Arsenal og Chelsea. Þar munu þau taka þátt í International Champions Cup og mæta liðum eins og Bayern München, Juventus, Barcelona, Real Madrid og PSG.

Alls verða spilaðir 27 leiki á 24 dögum út um alla Norður-Ameríku, Evrópu og Singapúr.

Englandsmeistarar Manchester City mæta Borussia Dortmund í Chicago í fyrsta leik en mæta svo Liverpool í New Jersey og Bayern München í Miami.

Manchester United mætir AC Milan í Pasadena í fyrsta leik en spila svo við Liverpool í Ann Arbor og við Real Madrid í Miami.

Liverpool mun auk þess að mæta Manchester-liðunum spila við Borussia Dortmund.

Tottenham mætir Roma, Barcelona og AC Milan en bæði Arsenal og Chelsea spila líka þrjá leiki hvort félag. Arsenal og Chelsea mætast í Stokkhólmi 4. ágúst en áður mun Arsenal spila við Atletico Madrid og PSG og Chelsea spila við Sevilla og Internazionale.

Leikirnir í International Champions Cup:

    20. júlí - Sevilla v Benfica - Zürich

    21. júlí - Man City v Dortmund - Chicago

    21. júlí - Bayern v PSG - Klagenfurt

    22. júlí - Liverpool v Dortmund - Charlotte

    26. júlí - Atletico v Arsenal - Singapúr

    26. júlí - Juventus v Bayern - Philadelphia

    26. júlí - Dortmund v Benfica - Pittsburgh

    26. júlí - Man City v Liverpool - New Jersey

    26. júlí - Roma v Tottenham - San Diego

    26. júlí - AC Milan v Man Utd - Pasadena

    28. júlí - Arsenal v PSG - Singapore

    28. júlí- Chelsea v Sevilla - Varsjá

    28. júlí - Benfica v Juventus - New Jersey

    28. júlí - Man Utd v Liverpool - Ann Arbor

    29. júlí - Bayern v Man City - Miami

    29. júlí - Barcelona v Tottenham - Pasadena

    30. júlí - PSG v Atletico - Singapúr

    1. ágúst - Man Utd v Real Madrid - Miami

    1. ágúst - Tottenham v AC Milan - Minneapolis

    1. ágúst - Barcelona v Roma - Arlington

    1. ágúst - Chelsea v Inter - Gothenburg

    4. ágúst - Arsenal v Chelsea - Stokkhólmur

    4. ágúst - Real Madrid v Juventus - Washington DC

    5. ágúst - AC Milan v Barcelona - Santa Clara

    7. ágúst - Inter Milan v Sevilla - Lecce

    8. ágúst - Real Madrid v Roma - New Jersey

    12. ágúst - Atletico v Inter Milan - Madrid




Fleiri fréttir

Sjá meira


×