Fótbolti

Gylfi hefur „tekið góðum framförum“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Allir Íslendingar vonast til þess að Gylfi verði klár sem fyrst enda styttist í HM.
Allir Íslendingar vonast til þess að Gylfi verði klár sem fyrst enda styttist í HM. vísir/getty
Sam Allardyce var spurður út í ástand Gylfa Þórs Sigurðssonar á blaðamannafundi í dag og hann sagði íslenska landsliðsmannin vera á góðri leið.

Gylfi meiddist í sigri Everton á Brighton í byrjun marsmánaðar. Upphaflega gaf Everton út að Gylfi yrði frá í 6-8 vikur en Allardyce var fljótur að draga þau ummæli til baka og segjast vonast eftir Gylfa til baka fyrr.

Allardyce sagði á fundinum í dag að Gylfi „tæki góðum framförum,“ en væri þó ekki tilbúinn í slaginn með Everton.





Everton mætir Newcastle mánudaginn 23. apríl og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×