Erlent

Búist við miklum sam­göngu­truflunum í Frakk­landi næstu mánuðina

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frá mótmælum lestarstarfsmanna í mars síðastliðnum.
Frá mótmælum lestarstarfsmanna í mars síðastliðnum. vísir/getty
Verkstöðvun hjá frönskum lestarstarfsmönnum hófst í gærkvöldi en aðgerðirnar eiga að standa með hléum næstu þrjá mánuði. Aðgerðirnar eru í mótmælaskyni við breytingar Emmanuel Macron forseta á frönsku vinnulöggjöfinni og er búist við miklum samgöngutruflunum í landinu næstu mánuðina.

Sorphreinsunarfólk, starfsmenn raforkuvera auk fleiri starfsgreina munu einnig leggja niður störf á tímabílinu.

Lestarstarfsmenn hafa hingað til notið ýmissa réttinda sem öðrum stendur ekki til boða. Þeir fara fyrr á eftirlaun, vinna styttri vinnuviku og fá reglulegar launahækkanir auk þess sem ættingjar þeirra fá ókeypis ferðir með lestunum. Þessu vill Macron umbylta þannig að réttindi þeirra verði meira í ætt við aðrar starfsstéttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×