Íslensk setning í danska Eurovision-laginu Benedikt Bóas skrifar 5. apríl 2018 08:00 Ekki þarf mikla kunnáttu í íslensku til að sjá að setningin "Taka stökk til hærri jörð“ er fjarri því að geta talist gullaldarmál. skjáskot Sigurlag Danmerkur í Eurovision í ár, Higher Ground, notast við íslenska setningu. Setningin Taka stökk til hærri jörð, heyrist á mjög bjagaðri íslensku í bakröddunum. Lagið er óður til víkinga og er söngvarinn, Jonas Rasmussen, víkingalegur í útliti. Lagið hefur fengið ágætis viðtökur þó það komist ekki nálægt ísraelska laginu sem flestir spá sigri.Flosi Jón Ófeigsson, formaður FÁSES, Félags áhugamanna um Söngkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, segir að þetta sé trúlega í fyrsta skipti sem íslenska heyrist í lagi frá annarri þjóð í keppninni.Flosi Jón Ófeigsson, formaður FÁSES, Félags áhugafólks um sönvakeppni evrópskra sjónvarpstöðva.Vísir/ernir„Mitt minni segir að svo sé. Við höfum verið að tala um þetta okkar á milli, að þetta er mjög merkilegt og verði alvöru víkingalag með þessari setningu,“ segir hann. Páll Óskar Hjálmtýsson, annar sérfræðingur um Eurovision tekur undir að íslenska hafi ekki áður heyrst. „Það er nánast öruggt að þetta er í fyrsta sinn sem íslenska heyrist í lagi frá öðru landi sem gerir lagið mjög áhugavert,“ segir Flosi. Hann segir að keppnin í ár sé að vanda fjölbreytileg og mjög sterk. „Það er mikið af góðum lögum. Svo á eftir að koma í ljós hvort söngvararnir geta sungið á sviði. Það skiptir máli.“Erfitt að velja topp 10 listann Flestir veðbankar spá Ísrael góðu gengi. Flosi tekur undir að lagið sé gott enda með góðan boðskap. „Þetta kemur í miðri MeeToo-byltingunni og þetta er skemmtilegt lag um alvarlegt málefni. Eins og er er lagið númer eitt hjá veðbönkunum en Ítalía var það nú líka í fyrra en raunin varð önnur þegar keppni lauk. Ísrael þarf að fara í gegnum undankeppnina ólíkt Ítalíu, sem fer alltaf beint í úrslitakeppnina, þannig það mun heyrast allavega tvisvar í beinni útsendingu. Ég efast ekki um að lagið fari áfram en við sjáum til.“ Ungverjar tefla fram þungarokkslaginu Viszlát Nyár en Flosi segir að það sé í harðari kantinum og eitthvað sem Finnar muni kjósa – nánast pottþétt – en 12 ár eru síðan Lordi vann með laginu Hard Rock Halleluja. Önnur atriði eru hefðbundnari en Flosi segir að keppnin í ár sé mjög sterk. „Ég hef sjaldan átt erfitt með að velja topp 10 lög. Það eru nokkur lög sem grípa mann strax og það ísraelska er eitt af þeim. Finnska lagið með Söru Aalto sömuleiðis og Austurríki er með flott lag. En það er líka talað mikið um óperulag Eista. Það er lag sem heyrist bara í Eurovision. En 98% af þeim sem kjósa eru að heyra lögin í fyrsta sinn svo það kemur í ljós hvað verður.“ Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Sigurlag Danmerkur í Eurovision í ár, Higher Ground, notast við íslenska setningu. Setningin Taka stökk til hærri jörð, heyrist á mjög bjagaðri íslensku í bakröddunum. Lagið er óður til víkinga og er söngvarinn, Jonas Rasmussen, víkingalegur í útliti. Lagið hefur fengið ágætis viðtökur þó það komist ekki nálægt ísraelska laginu sem flestir spá sigri.Flosi Jón Ófeigsson, formaður FÁSES, Félags áhugamanna um Söngkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, segir að þetta sé trúlega í fyrsta skipti sem íslenska heyrist í lagi frá annarri þjóð í keppninni.Flosi Jón Ófeigsson, formaður FÁSES, Félags áhugafólks um sönvakeppni evrópskra sjónvarpstöðva.Vísir/ernir„Mitt minni segir að svo sé. Við höfum verið að tala um þetta okkar á milli, að þetta er mjög merkilegt og verði alvöru víkingalag með þessari setningu,“ segir hann. Páll Óskar Hjálmtýsson, annar sérfræðingur um Eurovision tekur undir að íslenska hafi ekki áður heyrst. „Það er nánast öruggt að þetta er í fyrsta sinn sem íslenska heyrist í lagi frá öðru landi sem gerir lagið mjög áhugavert,“ segir Flosi. Hann segir að keppnin í ár sé að vanda fjölbreytileg og mjög sterk. „Það er mikið af góðum lögum. Svo á eftir að koma í ljós hvort söngvararnir geta sungið á sviði. Það skiptir máli.“Erfitt að velja topp 10 listann Flestir veðbankar spá Ísrael góðu gengi. Flosi tekur undir að lagið sé gott enda með góðan boðskap. „Þetta kemur í miðri MeeToo-byltingunni og þetta er skemmtilegt lag um alvarlegt málefni. Eins og er er lagið númer eitt hjá veðbönkunum en Ítalía var það nú líka í fyrra en raunin varð önnur þegar keppni lauk. Ísrael þarf að fara í gegnum undankeppnina ólíkt Ítalíu, sem fer alltaf beint í úrslitakeppnina, þannig það mun heyrast allavega tvisvar í beinni útsendingu. Ég efast ekki um að lagið fari áfram en við sjáum til.“ Ungverjar tefla fram þungarokkslaginu Viszlát Nyár en Flosi segir að það sé í harðari kantinum og eitthvað sem Finnar muni kjósa – nánast pottþétt – en 12 ár eru síðan Lordi vann með laginu Hard Rock Halleluja. Önnur atriði eru hefðbundnari en Flosi segir að keppnin í ár sé mjög sterk. „Ég hef sjaldan átt erfitt með að velja topp 10 lög. Það eru nokkur lög sem grípa mann strax og það ísraelska er eitt af þeim. Finnska lagið með Söru Aalto sömuleiðis og Austurríki er með flott lag. En það er líka talað mikið um óperulag Eista. Það er lag sem heyrist bara í Eurovision. En 98% af þeim sem kjósa eru að heyra lögin í fyrsta sinn svo það kemur í ljós hvað verður.“
Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira