Sjúkratryggingar Íslands – Hvítbók Steingrímur Ari Arason skrifar 5. apríl 2018 07:00 Í lok febrúar gaf Ríkisendurskoðun út skýrslu sem bar heitið „Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu“. Flestir hafa fagnað útkomu skýrslunnar þó að sumir séu ósammála ábendingunum sem þar er að finna.Ábendingar Ríkisendurskoðunar Ríkisendurskoðun beinir því til velferðarráðuneytisins að marka þurfi heildstæða stefnu sem Sjúkratryggingar Íslands geti byggt á við samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu. Einnig að styðja þurfi við stofnunina sem faglegan samningsaðila kaupanda þjónustunnar. Ábendingarnar til SÍ eru að styrkja þurfi innviði stofnunarinnar til að greina þarfir landsmanna fyrir heilbrigðisþjónustu, auka gæðakröfur í samningum og markviss kaup á heilbrigðisþjónustu. Síðast en ekki síst telur Ríkisendurskoðun brýnt að SÍ þrói áfram gerðan samning um þjónustu Landspítalans. Vegvísir Skýrslan er „hvítbók“ í þeim skilningi að þar er að finna fínar ábendingar byggðar á ítarlegri yfirferð fyrir áframhaldandi umbótastarf. Í skýrslunni er horft til þess sem betur má fara og alls þess sem er ógert. Hún er vegvísir inn í framtíðina. Þrátt fyrir þann árangur sem náðst hefur við erfiðar aðstæður eftir efnahagshrunið eru stór og aðkallandi verkefni fram undan. Forsenda góðrar þjónustu og árangurs í rekstri er að þjónustan sé vel skilgreind út frá hagsmunum hinna sjúkratryggðu og þar með tryggt að á grundvelli gagnreyndrar læknisfræði hafi þeir greiðan aðgang að samfelldri og áreiðanlegri heilbrigðisþjónustu. Óháð rekstrarformi og óháð því hvort verið er að ræða heilsugæslu, sjúkraþjálfun, þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna eða Landspítalans þarf fjármagn að fylgja sjúklingum og greiðslur ríkisins til veitenda heilbrigðisþjónustu að vera í samræmi við þörf og umfang þjónustunnar. Hvítt verður svart Þegar fram koma ábendingar og hvatning til stjórnvalda frá Ríkisendurskoðun að efla og styrkja Sjúkratryggingar Íslands sem kaupanda heilbrigðisþjónustu vekur undrun að fram skuli stíga menn sem segja að skýrslan sé svört og óþægileg. Jafnframt að alþingismaður sem starfað hefur innan heilbrigðiskerfisins skuli láta tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur með gífuryrðum og ómálefnalegum fullyrðingum. Hann málar heiminn ekki aðeins svart-hvítan heldur snýr öllu á hvolf – hvítt verður svart. Í tveimur blaðagreinum um SÍ og skýrslu Ríkisenduskoðunar er skotið í allar áttar af lítilli yfirvegun. Að „semja um heilbrigðisþjónustu“ er kallað að „véla með heilbrigðisþjónustu“ og það sagt mikið álitamál hvort sú stefnumörkun „að fé fylgi sjúklingi“ sé ekki „uppfull af misskilningi“ – byggð á því sjónarmiði að heilbrigðisþjónustan sé eins og hver önnur „hilluvara“. Og þegar geðshræringin nær hæstu hæðum eru Sjúkratryggingar Íslands kallaðar „spunaverk“ og „spilaborg“. Hvorki er fjallað um mikilvægi þess að hafa hagsmuni sjúkratryggðra að leiðarljósi né að þjónustan sé skilgreind með heildstæðum hætti út frá þörfum og vel skilgreindum réttindum sjúklinganna. Þess í stað óttast höfundurinn að með einföldum verkgreiðslum hlaupi heilbrigðisstarfsfólki „kapp í kinn“ með hættu á auknum kostnaði samfara auknum afköstum. Sjúklingurinn í forgrunni Aukin og bætt þjónusta sjálfstætt starfandi sérgreinalækna er gerð tortryggileg þar sem kostnaður vegna hennar hefur vaxið mikið á undanförnum árum, en í skýrslu Ríkisendurskoðunar má sjá að lækniskostnaður sjúkratrygginganna hefur vaxið úr 6,1 ma.kr. árið 2012 í 9,8 ma.kr. árið 2016. Í stað þess að horfa til hagsmuna og þarfa sjúklinganna er horft til annarra þjónustuveitenda og þá fyrst og fremst til kostnaðar við rekstur opinberra stofnana, sem á sama tíma eru sagðar hafa verið „sveltar“, „rúnar fé, fagfólki og framtíðarsýn“. Í stað þess að fagna því sem vel hefur tekist er þjónusta sérgreinalækna gerð tortryggileg. Í stað þess að styðja það að opinberu stofnanirnar verði leystar undan „föstu fjárlögunum“ og sjúklingarnir settir í öndvegi fær neikvæðnin að ráða för. Mikilvægt er að halda til haga því sem vel hefur reynst og innleiða það fyrirkomulag að „fé fylgi sjúklingi“ þegar kemur að þjónustu opinberu heilbrigðisstofnananna. Því má heldur ekki gleyma að hugmyndafræðin að baki nýjum lögum um opinber fjármál styður þessa umbreytingu. Fjárheimildir í fjárlögum eiga ekki og eru ekki lengur ákveðnar með tilliti til stofnana eða einstakra rekstraraðila. Þær eru ákveðnar með tilliti til viðfangsefna og stjórnvöldum þannig gert kleift að færa heimildir á milli rekstraraðila innan fjárlagaársins í samræmi við þörf og umfang veittrar þjónustu.Höfundur er forstjóri Sjúkratrygginga Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Í lok febrúar gaf Ríkisendurskoðun út skýrslu sem bar heitið „Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu“. Flestir hafa fagnað útkomu skýrslunnar þó að sumir séu ósammála ábendingunum sem þar er að finna.Ábendingar Ríkisendurskoðunar Ríkisendurskoðun beinir því til velferðarráðuneytisins að marka þurfi heildstæða stefnu sem Sjúkratryggingar Íslands geti byggt á við samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu. Einnig að styðja þurfi við stofnunina sem faglegan samningsaðila kaupanda þjónustunnar. Ábendingarnar til SÍ eru að styrkja þurfi innviði stofnunarinnar til að greina þarfir landsmanna fyrir heilbrigðisþjónustu, auka gæðakröfur í samningum og markviss kaup á heilbrigðisþjónustu. Síðast en ekki síst telur Ríkisendurskoðun brýnt að SÍ þrói áfram gerðan samning um þjónustu Landspítalans. Vegvísir Skýrslan er „hvítbók“ í þeim skilningi að þar er að finna fínar ábendingar byggðar á ítarlegri yfirferð fyrir áframhaldandi umbótastarf. Í skýrslunni er horft til þess sem betur má fara og alls þess sem er ógert. Hún er vegvísir inn í framtíðina. Þrátt fyrir þann árangur sem náðst hefur við erfiðar aðstæður eftir efnahagshrunið eru stór og aðkallandi verkefni fram undan. Forsenda góðrar þjónustu og árangurs í rekstri er að þjónustan sé vel skilgreind út frá hagsmunum hinna sjúkratryggðu og þar með tryggt að á grundvelli gagnreyndrar læknisfræði hafi þeir greiðan aðgang að samfelldri og áreiðanlegri heilbrigðisþjónustu. Óháð rekstrarformi og óháð því hvort verið er að ræða heilsugæslu, sjúkraþjálfun, þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna eða Landspítalans þarf fjármagn að fylgja sjúklingum og greiðslur ríkisins til veitenda heilbrigðisþjónustu að vera í samræmi við þörf og umfang þjónustunnar. Hvítt verður svart Þegar fram koma ábendingar og hvatning til stjórnvalda frá Ríkisendurskoðun að efla og styrkja Sjúkratryggingar Íslands sem kaupanda heilbrigðisþjónustu vekur undrun að fram skuli stíga menn sem segja að skýrslan sé svört og óþægileg. Jafnframt að alþingismaður sem starfað hefur innan heilbrigðiskerfisins skuli láta tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur með gífuryrðum og ómálefnalegum fullyrðingum. Hann málar heiminn ekki aðeins svart-hvítan heldur snýr öllu á hvolf – hvítt verður svart. Í tveimur blaðagreinum um SÍ og skýrslu Ríkisenduskoðunar er skotið í allar áttar af lítilli yfirvegun. Að „semja um heilbrigðisþjónustu“ er kallað að „véla með heilbrigðisþjónustu“ og það sagt mikið álitamál hvort sú stefnumörkun „að fé fylgi sjúklingi“ sé ekki „uppfull af misskilningi“ – byggð á því sjónarmiði að heilbrigðisþjónustan sé eins og hver önnur „hilluvara“. Og þegar geðshræringin nær hæstu hæðum eru Sjúkratryggingar Íslands kallaðar „spunaverk“ og „spilaborg“. Hvorki er fjallað um mikilvægi þess að hafa hagsmuni sjúkratryggðra að leiðarljósi né að þjónustan sé skilgreind með heildstæðum hætti út frá þörfum og vel skilgreindum réttindum sjúklinganna. Þess í stað óttast höfundurinn að með einföldum verkgreiðslum hlaupi heilbrigðisstarfsfólki „kapp í kinn“ með hættu á auknum kostnaði samfara auknum afköstum. Sjúklingurinn í forgrunni Aukin og bætt þjónusta sjálfstætt starfandi sérgreinalækna er gerð tortryggileg þar sem kostnaður vegna hennar hefur vaxið mikið á undanförnum árum, en í skýrslu Ríkisendurskoðunar má sjá að lækniskostnaður sjúkratrygginganna hefur vaxið úr 6,1 ma.kr. árið 2012 í 9,8 ma.kr. árið 2016. Í stað þess að horfa til hagsmuna og þarfa sjúklinganna er horft til annarra þjónustuveitenda og þá fyrst og fremst til kostnaðar við rekstur opinberra stofnana, sem á sama tíma eru sagðar hafa verið „sveltar“, „rúnar fé, fagfólki og framtíðarsýn“. Í stað þess að fagna því sem vel hefur tekist er þjónusta sérgreinalækna gerð tortryggileg. Í stað þess að styðja það að opinberu stofnanirnar verði leystar undan „föstu fjárlögunum“ og sjúklingarnir settir í öndvegi fær neikvæðnin að ráða för. Mikilvægt er að halda til haga því sem vel hefur reynst og innleiða það fyrirkomulag að „fé fylgi sjúklingi“ þegar kemur að þjónustu opinberu heilbrigðisstofnananna. Því má heldur ekki gleyma að hugmyndafræðin að baki nýjum lögum um opinber fjármál styður þessa umbreytingu. Fjárheimildir í fjárlögum eiga ekki og eru ekki lengur ákveðnar með tilliti til stofnana eða einstakra rekstraraðila. Þær eru ákveðnar með tilliti til viðfangsefna og stjórnvöldum þannig gert kleift að færa heimildir á milli rekstraraðila innan fjárlagaársins í samræmi við þörf og umfang veittrar þjónustu.Höfundur er forstjóri Sjúkratrygginga Íslands
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun