Sjúkratryggingar Íslands – Hvítbók Steingrímur Ari Arason skrifar 5. apríl 2018 07:00 Í lok febrúar gaf Ríkisendurskoðun út skýrslu sem bar heitið „Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu“. Flestir hafa fagnað útkomu skýrslunnar þó að sumir séu ósammála ábendingunum sem þar er að finna.Ábendingar Ríkisendurskoðunar Ríkisendurskoðun beinir því til velferðarráðuneytisins að marka þurfi heildstæða stefnu sem Sjúkratryggingar Íslands geti byggt á við samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu. Einnig að styðja þurfi við stofnunina sem faglegan samningsaðila kaupanda þjónustunnar. Ábendingarnar til SÍ eru að styrkja þurfi innviði stofnunarinnar til að greina þarfir landsmanna fyrir heilbrigðisþjónustu, auka gæðakröfur í samningum og markviss kaup á heilbrigðisþjónustu. Síðast en ekki síst telur Ríkisendurskoðun brýnt að SÍ þrói áfram gerðan samning um þjónustu Landspítalans. Vegvísir Skýrslan er „hvítbók“ í þeim skilningi að þar er að finna fínar ábendingar byggðar á ítarlegri yfirferð fyrir áframhaldandi umbótastarf. Í skýrslunni er horft til þess sem betur má fara og alls þess sem er ógert. Hún er vegvísir inn í framtíðina. Þrátt fyrir þann árangur sem náðst hefur við erfiðar aðstæður eftir efnahagshrunið eru stór og aðkallandi verkefni fram undan. Forsenda góðrar þjónustu og árangurs í rekstri er að þjónustan sé vel skilgreind út frá hagsmunum hinna sjúkratryggðu og þar með tryggt að á grundvelli gagnreyndrar læknisfræði hafi þeir greiðan aðgang að samfelldri og áreiðanlegri heilbrigðisþjónustu. Óháð rekstrarformi og óháð því hvort verið er að ræða heilsugæslu, sjúkraþjálfun, þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna eða Landspítalans þarf fjármagn að fylgja sjúklingum og greiðslur ríkisins til veitenda heilbrigðisþjónustu að vera í samræmi við þörf og umfang þjónustunnar. Hvítt verður svart Þegar fram koma ábendingar og hvatning til stjórnvalda frá Ríkisendurskoðun að efla og styrkja Sjúkratryggingar Íslands sem kaupanda heilbrigðisþjónustu vekur undrun að fram skuli stíga menn sem segja að skýrslan sé svört og óþægileg. Jafnframt að alþingismaður sem starfað hefur innan heilbrigðiskerfisins skuli láta tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur með gífuryrðum og ómálefnalegum fullyrðingum. Hann málar heiminn ekki aðeins svart-hvítan heldur snýr öllu á hvolf – hvítt verður svart. Í tveimur blaðagreinum um SÍ og skýrslu Ríkisenduskoðunar er skotið í allar áttar af lítilli yfirvegun. Að „semja um heilbrigðisþjónustu“ er kallað að „véla með heilbrigðisþjónustu“ og það sagt mikið álitamál hvort sú stefnumörkun „að fé fylgi sjúklingi“ sé ekki „uppfull af misskilningi“ – byggð á því sjónarmiði að heilbrigðisþjónustan sé eins og hver önnur „hilluvara“. Og þegar geðshræringin nær hæstu hæðum eru Sjúkratryggingar Íslands kallaðar „spunaverk“ og „spilaborg“. Hvorki er fjallað um mikilvægi þess að hafa hagsmuni sjúkratryggðra að leiðarljósi né að þjónustan sé skilgreind með heildstæðum hætti út frá þörfum og vel skilgreindum réttindum sjúklinganna. Þess í stað óttast höfundurinn að með einföldum verkgreiðslum hlaupi heilbrigðisstarfsfólki „kapp í kinn“ með hættu á auknum kostnaði samfara auknum afköstum. Sjúklingurinn í forgrunni Aukin og bætt þjónusta sjálfstætt starfandi sérgreinalækna er gerð tortryggileg þar sem kostnaður vegna hennar hefur vaxið mikið á undanförnum árum, en í skýrslu Ríkisendurskoðunar má sjá að lækniskostnaður sjúkratrygginganna hefur vaxið úr 6,1 ma.kr. árið 2012 í 9,8 ma.kr. árið 2016. Í stað þess að horfa til hagsmuna og þarfa sjúklinganna er horft til annarra þjónustuveitenda og þá fyrst og fremst til kostnaðar við rekstur opinberra stofnana, sem á sama tíma eru sagðar hafa verið „sveltar“, „rúnar fé, fagfólki og framtíðarsýn“. Í stað þess að fagna því sem vel hefur tekist er þjónusta sérgreinalækna gerð tortryggileg. Í stað þess að styðja það að opinberu stofnanirnar verði leystar undan „föstu fjárlögunum“ og sjúklingarnir settir í öndvegi fær neikvæðnin að ráða för. Mikilvægt er að halda til haga því sem vel hefur reynst og innleiða það fyrirkomulag að „fé fylgi sjúklingi“ þegar kemur að þjónustu opinberu heilbrigðisstofnananna. Því má heldur ekki gleyma að hugmyndafræðin að baki nýjum lögum um opinber fjármál styður þessa umbreytingu. Fjárheimildir í fjárlögum eiga ekki og eru ekki lengur ákveðnar með tilliti til stofnana eða einstakra rekstraraðila. Þær eru ákveðnar með tilliti til viðfangsefna og stjórnvöldum þannig gert kleift að færa heimildir á milli rekstraraðila innan fjárlagaársins í samræmi við þörf og umfang veittrar þjónustu.Höfundur er forstjóri Sjúkratrygginga Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í lok febrúar gaf Ríkisendurskoðun út skýrslu sem bar heitið „Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu“. Flestir hafa fagnað útkomu skýrslunnar þó að sumir séu ósammála ábendingunum sem þar er að finna.Ábendingar Ríkisendurskoðunar Ríkisendurskoðun beinir því til velferðarráðuneytisins að marka þurfi heildstæða stefnu sem Sjúkratryggingar Íslands geti byggt á við samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu. Einnig að styðja þurfi við stofnunina sem faglegan samningsaðila kaupanda þjónustunnar. Ábendingarnar til SÍ eru að styrkja þurfi innviði stofnunarinnar til að greina þarfir landsmanna fyrir heilbrigðisþjónustu, auka gæðakröfur í samningum og markviss kaup á heilbrigðisþjónustu. Síðast en ekki síst telur Ríkisendurskoðun brýnt að SÍ þrói áfram gerðan samning um þjónustu Landspítalans. Vegvísir Skýrslan er „hvítbók“ í þeim skilningi að þar er að finna fínar ábendingar byggðar á ítarlegri yfirferð fyrir áframhaldandi umbótastarf. Í skýrslunni er horft til þess sem betur má fara og alls þess sem er ógert. Hún er vegvísir inn í framtíðina. Þrátt fyrir þann árangur sem náðst hefur við erfiðar aðstæður eftir efnahagshrunið eru stór og aðkallandi verkefni fram undan. Forsenda góðrar þjónustu og árangurs í rekstri er að þjónustan sé vel skilgreind út frá hagsmunum hinna sjúkratryggðu og þar með tryggt að á grundvelli gagnreyndrar læknisfræði hafi þeir greiðan aðgang að samfelldri og áreiðanlegri heilbrigðisþjónustu. Óháð rekstrarformi og óháð því hvort verið er að ræða heilsugæslu, sjúkraþjálfun, þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna eða Landspítalans þarf fjármagn að fylgja sjúklingum og greiðslur ríkisins til veitenda heilbrigðisþjónustu að vera í samræmi við þörf og umfang þjónustunnar. Hvítt verður svart Þegar fram koma ábendingar og hvatning til stjórnvalda frá Ríkisendurskoðun að efla og styrkja Sjúkratryggingar Íslands sem kaupanda heilbrigðisþjónustu vekur undrun að fram skuli stíga menn sem segja að skýrslan sé svört og óþægileg. Jafnframt að alþingismaður sem starfað hefur innan heilbrigðiskerfisins skuli láta tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur með gífuryrðum og ómálefnalegum fullyrðingum. Hann málar heiminn ekki aðeins svart-hvítan heldur snýr öllu á hvolf – hvítt verður svart. Í tveimur blaðagreinum um SÍ og skýrslu Ríkisenduskoðunar er skotið í allar áttar af lítilli yfirvegun. Að „semja um heilbrigðisþjónustu“ er kallað að „véla með heilbrigðisþjónustu“ og það sagt mikið álitamál hvort sú stefnumörkun „að fé fylgi sjúklingi“ sé ekki „uppfull af misskilningi“ – byggð á því sjónarmiði að heilbrigðisþjónustan sé eins og hver önnur „hilluvara“. Og þegar geðshræringin nær hæstu hæðum eru Sjúkratryggingar Íslands kallaðar „spunaverk“ og „spilaborg“. Hvorki er fjallað um mikilvægi þess að hafa hagsmuni sjúkratryggðra að leiðarljósi né að þjónustan sé skilgreind með heildstæðum hætti út frá þörfum og vel skilgreindum réttindum sjúklinganna. Þess í stað óttast höfundurinn að með einföldum verkgreiðslum hlaupi heilbrigðisstarfsfólki „kapp í kinn“ með hættu á auknum kostnaði samfara auknum afköstum. Sjúklingurinn í forgrunni Aukin og bætt þjónusta sjálfstætt starfandi sérgreinalækna er gerð tortryggileg þar sem kostnaður vegna hennar hefur vaxið mikið á undanförnum árum, en í skýrslu Ríkisendurskoðunar má sjá að lækniskostnaður sjúkratrygginganna hefur vaxið úr 6,1 ma.kr. árið 2012 í 9,8 ma.kr. árið 2016. Í stað þess að horfa til hagsmuna og þarfa sjúklinganna er horft til annarra þjónustuveitenda og þá fyrst og fremst til kostnaðar við rekstur opinberra stofnana, sem á sama tíma eru sagðar hafa verið „sveltar“, „rúnar fé, fagfólki og framtíðarsýn“. Í stað þess að fagna því sem vel hefur tekist er þjónusta sérgreinalækna gerð tortryggileg. Í stað þess að styðja það að opinberu stofnanirnar verði leystar undan „föstu fjárlögunum“ og sjúklingarnir settir í öndvegi fær neikvæðnin að ráða för. Mikilvægt er að halda til haga því sem vel hefur reynst og innleiða það fyrirkomulag að „fé fylgi sjúklingi“ þegar kemur að þjónustu opinberu heilbrigðisstofnananna. Því má heldur ekki gleyma að hugmyndafræðin að baki nýjum lögum um opinber fjármál styður þessa umbreytingu. Fjárheimildir í fjárlögum eiga ekki og eru ekki lengur ákveðnar með tilliti til stofnana eða einstakra rekstraraðila. Þær eru ákveðnar með tilliti til viðfangsefna og stjórnvöldum þannig gert kleift að færa heimildir á milli rekstraraðila innan fjárlagaársins í samræmi við þörf og umfang veittrar þjónustu.Höfundur er forstjóri Sjúkratrygginga Íslands
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun