Körfubolti

Sjáðu stjórnanda Körfuboltakvölds skjóta Álftanesi upp um deild

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kjartan Atli Kjartansson.
Kjartan Atli Kjartansson. Stöð 2 Sport
Það er nóg að gera hjá Kjartani Atla Kjartanssyni í Körfuboltakvöldi þessa dagana enda úrslitakeppni Domino´s deildarinnar í fullum gangi.

Kjartan Atli var mættur í settið í gærkvöldu til að fylgjast með öðrum leik Tindastóls og ÍR en hann hafði líka spilað sjálfur úrslitakeppniskörfubolta fyrr um daginn.

Kjartan Atli fann nefnilega tíma til að spila með Álftanesi í úrslitakeppni 3. deildarinnar og hann gerði gott betur en það.

Kjartan tryggði Álftanesi sæti í 2. deildinni með því að setja þriggja stiga körfu rétt fyrir leikslok en lið hans var tveimur stigum undir þegar hann setti þessa niður.

Strákarnir á Fúsíjama TV náðu körfunni á mynd og settu inn á Twitter-reikninginn sinn eins og sjá má hér fyrir neðan.







Þetta var reyndar tuttugusta þriggja stiga skot hans í leiknum og það verður því seint haldið fram að hann hafi ekki viljað skjóta á körfuna í þessum mikilvæga leik.

Kjartan Atli var líka mjög ánægður í leikslok eins og sjá má á fésbókarsíðu hans eftir leikinn.





Körfuboltakvöld verður aftur á dagská í kvöld þegar Kjartan og félagar fylgjast með öðrum leik Hauka og KR sem fer fram í Vesturbænum. Útsendingin hefst klukkan 18.45 en staðan er 1-0 fyrir Hauka á móti Íslandsmeisturum síðustu fjögurra ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×