Enski boltinn

Wolves einu skrefi nær úrvalsdeildinni

Dagur Lárusson skrifar
Helder Costa skoraði í dag.
Helder Costa skoraði í dag. vísir/getty
Níu leikmenn Wolves héldu út gegn Tony Pulis og félögum í Middlesbrough og unnu 2-1 sigur og eru nú einu skrefi nær ensku úrvaldeildinni.

 

Helder Costa hefur farið mikinn í liði Wolves í vetur og hélt uppteknum hætti ég leiknum í dag en hann skoraði fyrsta mark leiksins á 32. mínútu. Aðeins fimm mínútum seinna var staðan orðin 2-0 en þá skoraði Ivan Cavaleiro og var staðan 2-0 í hálfleiknum.

 

Seinni hálfleikurinn var heldur athyglisverður. Ruben Neves fékk tvö gul spjöld og þar með rautt á sömu mínútunni og Wolves voru því einum manni færri á 63. mínútu.

 

Tíu mínútum seinna var komið að Matt Doherty að fá sitt annað gula spjald og þar með rautt og voru Wolves því orðnir níu og ennþá tuttugu mínútur eftir af leiknum.

 

Í uppbótartíma náði Patrick Bamford að minnka muninn fyrir Middlesbrough og gerði lokamínúturnar æsispennandi.

 

Liðsmenn Wolves náðu þó að halda út og eru nú komnir með 85 stig í efsta sætinu og eru aðeins nokkrum stigum frá því að tryggja sig upp í ensku úrvalsdeildina fyrir næsta tímabil.

 

Jón Daði Böðvarsson var ekki í leikmannahópi Reading sem fór með sigur af hólmi gegn QPR í dag. Sone Aluko skoraði eina mark leiksins á þrettándu mínútu en eftir leikinn er Reading í 19. sæti deildarinnar með 39 stig.

 

Úrslitin:

 

Middlesbrough 1-2 Wolves

Reading 1-0 QPR

 


Tengdar fréttir

Aron Einar kom inná í sigri Cardiff

Aron Einar Gunnarsson spilaði síðustu tuttugu mínúturnar í 3-1 sigri Cardiff á Burton Albion í ensku fyrstu deildinni í dag en þetta var fyrsti leikur Aron Einars með Cardiff eftir meiðsli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×