Erlent

Margmenni við jarðarför Stephen Hawking

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Jarðarför stjarneðlisfræðingsins Stephen Hawking fór fram í dag. Margmenni var við athöfnina sem var haldin í Cambridge í dag. Hawking, sem lést 14.mars síðastliðinn, var 76 ára að aldri og var haldinn hreyfitaugungahrörnun. Áður en athöfnin hófst slógu kirkjuklukkurnar 76 slög, eitt slag fyrir hvert ár sem Hawking lifði. 500 manns var boðið að vera viðstatt útförina og þar á meðal var fjölskylda Hawking, vinir og vinnufélagar hans.

Eddie Redmayne sem túlkaði Hawking í Óskarsverðlaunamyndinni The Theory of Everything var einn af þeim sem hélt minningarræðu við athöfnina í dag. Auk Redmayne töluðu Robert elsti sonur Hawking, prófessor Fay Dowker og stjörnufræðingurinn Martin Rees.

Ofan á kistu Hawking var krans með hvítum liljum sem tákna háskólann og annar krans með hvítum rósum sem táknar pólstjörnuna.

Breski vísindamaðurinn gat sér gott orð fyrir rannsóknir sínar í þyngdarsviðsfræðum, á svartholum og afstæði en eftir hann liggur fjöldi vinsælla bóka. Ein þeirra, Saga Tímans, var til að mynda í 237 vikur á metsölulista Sunday Times, lengst allra bóka.

Þegar Hawking var 22 ára gamall var hann greindur með hreyfitaugungahrörnun og töldu læknar að hann ætti þá ekki nema nokkrar vikur eftir ólifaðar. Upp úr 1970 gat hann ekki lengur gengið óstuddur og áttu ókunnugir erfitt með að skilja hann. Á síðustu árum hafði hann ferðast með aðstoð rafmagnshjólastóls og talað í gegnum talgervil.

Eddie Redmaye flutti minningarorð við útförinaVísir/AFP
Lucy Hawking fyrsta eiginkona Stephen var viðstödd útförina.Vísir/AFP
Kista HawkingVísir/AFP

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×