Handbolti

Ómar markahæstur gegn liðinu sem hann spilar með næsta vetur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ómar spilaði vel í kvöld.
Ómar spilaði vel í kvöld. vísir/eyþór
Ómar Ingi Magnússon skoraði sex mörk fyrir Århus í fjögurra marka tapi, 24-20, gegn öðru Íslendingaliði, Aalborg, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Ómar var markahæstur Árósar-liðsins með sex mörk en Janus Daði Smárason lék ekki með Álaborg vegna meiðsla. Aron Kristjánsson þjálfar Álaborg en hættir eftir leiktíðina. Ómar gengur í raðir Álaborg eftir leiktíðina.

Álaborg er í fimmta sætinu með 28 stig á meðan Århus er í sjöunda sætinu með 23 stig en liðin eiga eftir að leika einn leik í deildarkeppninni áður en úrslitakeppnin hefst.

Bjarki Már Elísson skoraði tvö mörk fyrir Füchse Berlin í níu marka sigri, 40-31, á GWD Minden í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Refirnir eru tveimur stigum frá toppliði Rhein-Neckar Löwen en Ljónin eiga leik til góða.

Sigur Berlínar-liðsins var í raun aldrei í hættu. Liðið leiddi með átta mörkum í hálfleik, 23-15, og skoraði að endingu 40 mörk. Hans Lindberg var einu sinni sem oftar markahæstur með tíu mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×