Erlent

Kennarar fái tæpa milljón

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Fyrrverandi menntamálaráðherra Svía vill stórhækka laun kennara og lögreglumanna.
Fyrrverandi menntamálaráðherra Svía vill stórhækka laun kennara og lögreglumanna. VÍSIR/ANTON BRINK
Launahækkanir kennara og lögreglumanna eru mikilvægari en nýjar skattalækkanir. Þetta segir Jan Björklund, leiðtogi Frjálslynda flokksins í Svíþjóð og fyrrverandi menntamálaráðherra.

Í viðtali við Dagens Industri segir Björklund að hæfustu sérgreinakennararnir ættu að vera með um 70 til 80 þúsund sænskra króna í mánaðarlaun eða um 847 til 968 þúsund króna. Meirihluti kennara ætti, að mati Björklunds, að vera með um 50 þúsund sænskar krónur í mánaðarlaun eða um 605 þúsund íslenskra króna.

Björklund segir að hjá þeim þjóðum þar sem kennarastarfið njóti meiri virðingar séu launin á þessu bili. Fáránlegt sé að framhaldsskólakennari sé aðeins með 30 til 35 þúsund sænskra króna í mánaðarlaun eftir fimm ára nám eða um 363 til 423 þúsund íslenskar krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×