Enski boltinn

Wenger hefur áhyggjur af stuðningsmönnunum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það hefur oft verið meira um manninn á Emirates vellinum
Það hefur oft verið meira um manninn á Emirates vellinum Vísir/Getty
Arsene Wenger hefur áhyggjur af mætingu stuðningsmanna Arsenal eftir að þúsundir sæta á Emirates vellinum voru auð í sigri Arsenal á Watford í gær.

Gengi Arsenal hefur ekki verið upp á marga fiska undan farið en virðist vera á réttri leið eftir 2-0 útisigur á AC Milan í Evrópudeildinni á fimmtudag og 3-0 sigri á Watford í gær.

„Ég vil að stuðningsmennirnir okkar séu ánægðir og styðji liðið,“ sagði Wenger eftir sigurinn.

Um þriðjungur stúkunnar á Emirates vellinum var auður, en hann tekur tæp 60 þúsund í sæti.

„Eftir það sem hefur gengið á þá skil ég ákvörðun stuðningsmannanna. Þetta starf snýst um að fá stuðningsmennina með okkur og við viljum reyna að gera það.“

„Það er mikið um neikvæðni. Hún er eins og rigningin hér í Englandi, mjög algeng. Ég hef sýnt það síðustu 22 ár að ég er starfi mínu vaxinn. Ég virði skoðanir annara en ég einbeiti mér bara að mínu starfi,“ sagði Arsene Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×