Enski boltinn

Atvikið sem gæti hafa eyðilagt HM-draum Gylfa Sig

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gylfi Þór liggur hér meiddur á vellinum í gær.
Gylfi Þór liggur hér meiddur á vellinum í gær.
Strákarnir í Messunni skoðuðu vel atvikið í gær er Gylfi Þór Sigurðsson meiddist á hné í leik Everton og Brighton. Meiðsli sem gætu haldið honum frá HM sem væri skelfilegt fyrir íslenska landsliðið.

Gylfi Þór snýr upp á hnéð á sér eftir rúmlega 20 mínútna leik. Í kjölfarið leggst hann í grasið og þarfnast aðstoðar. Eftir að hafa haltrað í um fimm mínútur þá virtist Gylfi braggast og hann kláraði leikinn. Hnéð var síðan mjög bólgið eftir leik.

Í dag mun Gylfi fara í skoðanir hjá Everton og þá ætti að liggja fyrir hversu alvarleg meiðslin eru. Íslenska þjóðin heldur niðri í sér andanum á meðan og vonar það besta.


Tengdar fréttir

Hjörvar segir að HM sé í hættu hjá Gylfa

Samkvæmt heimildum knattspyrnusérfræðings Stöðvar 2 Sports, Hjörvars Hafliðasonar, þá er Gylfi Þór Sigurðsson alvarlega meiddur og gæti misst af HM í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×