Lífið

Benedikt tekur við Satt eða logið: „Auðvelt með að ljúga sig í allar áttir“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Katla, Benedikt og Auðunn í tökum á þættinum í gær.
Katla, Benedikt og Auðunn í tökum á þættinum í gær. Vísir
„Mér líst mjög vel á þetta, sjálfur hef ég mjög gaman af erlendu fyrirmyndinni og var líka þátttakandi í íslensku seríunni í fyrra. Það hentar mér líka ágætlega að sitja við borð í jakkafötum,“ segir Benedikt Valsson, nýr þáttastjórnandi í þættinum Satt eða logið sem hefur göngu sína á ný á Stöð 2 í byrjun apríl.

Benedikt segist vera mjög spenntur fyrir verkefninu.  

„Ég er mjög peppaður. Að búa til og framleiða sjónvarpsþætti er það skemmtilegasta sem ég geri þannig að þetta veður án efa algjör veisla.“

Logi Bergmann var þáttastjórnandi í fyrstu þáttaröðinni en núna tekur Benni við.

„Hann setti standardinn og það væri ekkert gaman að þessu ef ég myndi ekki vilja gera þetta dass betur. Nei nei ég segi nú svona, Logi er einn af mínum æsku ædolum og gerði þetta drulluvel svo þetta verður klárlega krefjandi.“

Satt eða logið verður með sama sniði og á síðasta ári og verða þau Auðunn Blöndal og Katla Margrét Þorgeirsdóttir á sínum stað sem fastir keppendur.

„Það er engin breyting fyrir utan að þátturinn er búinn að yngja ansi vel upp með minni innkomu. En það er fullt af nýjum gestum og Katla og Auddi eru á sínum stað. Þau eiga sem fyrr mjög auðvelt með að ljúga sig í allar áttir.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×