Handbolti

Mikilvægur sigur Vignis og félaga

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vignir í leik með landsliðinu.
Vignir í leik með landsliðinu. vísir/daníel

Vignir Svavarsson og félagar hans í Team Tvis Holstebro unnu eins marks sigur, 32-31, á öðru Íslendingaliði, Århus, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Vignir tók ekkert þátt í leiknum, en líkur eru á að Hafnfirðingurinn glími við einhver meiðsli. Staðan var jöfn, 17-17, í hálfleik.

Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk fyrir Árósar-liðið, Sigvaldi Guðjónsson eitt og Róbert Gunnarsson ekkert.

Holstebro eru í fjórða sætinu með 20 stig, en Árósar-liðið er í sjötta sætinu með 23 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.