Enski boltinn

Carragher: Látið pabbann í friði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hráka Carragher hefur haft alls konar afleiðingar. Allar slæmar.
Hráka Carragher hefur haft alls konar afleiðingar. Allar slæmar. vísir/getty

Maðurinn sem myndaði Jamie Carragher að hrækja á dóttur hans hefur fengið líflátshótanir. Carragher hefur nú blandað sér í málið.

Andy Hughes hefur ákveðið að stíga fram og greina frá raunum sínum eftir að hann setti myndbandið af Carragher á netið

„Við höfum verið mjög áhyggjufull. Ég hef fengið líflátshótanir í bland við annað viðbjóðslegt. Ég veit ekki hvernig á að taka á svona og hef áhyggjur af öryggi dóttur minnar,“ segir Hughes í samtali við The Mirror.Carragher var tímabundið vísað úr starfi en Hughes vill ekki sjá að hann missi vinnuna út af þessu máli.

„Það gera allir mistök og ég vil ekki að hann missi vinnuna. Ég nýt þess að hlusta á hann þó svo hann sé fyrrum leikmaður Liverpool.“

Carragher steig fram á Twitter áðan og sagðist axla alla ábyrgð í þessu máli. Það væri honum algjörlega að kenna og því ætti fólk að láta Hughes og fjölskyldu hans í friði.

Sky tilkynnti svo áðan að Carragher myndi ekki starfa meira fyrir þá á tímabilinu. Hann er því kominn í sumarfrí.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.