Enski boltinn

Sara Björk í undanúrslit

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sara í leik með Wolfsburg þar sem hún leikur við góðan orðstír.
Sara í leik með Wolfsburg þar sem hún leikur við góðan orðstír. vísir/getty

Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar í Wolfsburg eru komnir í undanúrslit þýska bikarsins eftir 2-1 sigur á Sand í kvöld, en Sara Björk lék allan leikinn fyrir Wolfsburg.

Bayern München, Turbine Potsdam, Wolfsburg og annað hvort Essen eða Freiburg verða liðin fjögur sem taka þátt í undanúrslitunum, en Sara og félagar reyna að verja titilinn.

Wolfsburg náði tveggja marka forskoti í síðari hálfleik eftir að staðan var markalaus í hálfleik. Sand náði að minnka muninn, en nær komust þær ekki og lokatölur 2-1 sigur Wolfsburg.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.