Erlent

Hálft hundrað þúsunda flúði

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Brýn nauðsyn er fyrir hjálpargögn í austurhluta Ghouta þar sem óbreyttir borgarar hafa fallið og liðið ómældar þjáningar síðustu vikur.
Brýn nauðsyn er fyrir hjálpargögn í austurhluta Ghouta þar sem óbreyttir borgarar hafa fallið og liðið ómældar þjáningar síðustu vikur. Vísir/AFP
Allt að 50.000 almennir borgarar eru sagðir hafa flúið vígstöðvarnar í Afrin-borg og Austur-Ghouta í gær. Frá þessu greindi BBC.

Þar af flúðu að minnsta kosti 20.000 frá Austur-Ghouta, þar sem uppreisnarmenn reyna að verjast þungri sókn stjórnarhers Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, og Rússa. Um þúsund hafa dáið frá því sókn þeirra þyngdist til muna í febrúar.

Hin 30.000 flúðu frá Afrin-borg þar sem Tyrkir hafa nú innikróað hersveitir Kúrda.

Hið sjö ára langa stríð í Sýrlandi hefur kostað 12 milljónir Sýrlendinga heimili sín. Tæplega sex milljónir eru á flótta utanlands og rúmlega sex milljónir á vergangi í heimalandinu. Þá er talið að tæp hálf milljón hafi fallið í stríðinu.




Tengdar fréttir

Tókst aftur að flytja særða

Á þriðja tug almennra borgara, sem þurftu nauðsynlega að komast undir læknishendur, tókst í gær að flýja Austur-Ghouta í Sýrlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×