Viðskipti innlent

Vátryggingarekstur VÍS batnaði á síðasta ári

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Vátryggingarekstur VÍS batnaði í fyrra.
Vátryggingarekstur VÍS batnaði í fyrra. Vísir/Anton
Hagnaður tryggingafélagsins VÍS nam 496 milljónum króna á fjórða fjórðungi síðasta árs og dróst saman um ríflega 370 milljónir á milli ára. Munaði mest um 53 prósenta samdrátt í tekjum félagsins af fjárfestingastarfsemi en þær námu 456 milljónum króna á tímabilinu borið saman við 959 milljónir króna á sama tímabili árið 2016.

Samsett hlutfall félagsins, sem er hlutfall rekstrar- og tjónakostnaðar af eigin iðgjöldum, var 96,1 prósent á fjórðungnum borið saman við 100,4 prósent á sama tímabili árið 2016. Fyrir árið í heild var hlutfallið 95,3 prósent.

Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS, bendir á að hlutfallið í fyrra hafi í fyrsta sinn í fjögur ár verið undir 100 prósentum. Vátryggingareksturinn sé aftur kominn á réttan kjöl.

„Helsta ástæðan fyrir þessu er að tjónakostnaður er að vaxa minna en iðgjöldin. Sem dæmi um það hækkuðu iðgjöld um 12,4 prósent á árinu, en stærsta ástæða þess er fjölgun viðskiptavina og skírteina en á sama tíma hækkaði tjónakostnaður aðeins um 3,6 prósent á milli ára,“ segir hann.


Tengdar fréttir

Skoða að greiða bréf í Kviku í arð til hluthafa

Stjórn VÍS skoðar að minnka hlut sinn verulega í Kviku með því að ráðstafa bréfum félagsins í arð til hluthafa. VÍS er stærsti hluthafi bankans með 23,6 prósenta hlut. Þyrfti ekki að binda jafn mikið eigið fé vegna fjárfestingarin

VÍS hættir endurkaupum á undan áætlun

Stjórn Vátryggingafélags Íslands hefur ákveðið að hætta framkvæmd á yfirstandandi endurkaupaáætlun sem tilkynnt var til Kauphallarinnar þann 15. september síðastliðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×