Enski boltinn

Emma að gera fótboltamönnum lífið leitt í Englandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsenal menn á æfingu í snjónum en þeir fá topplið Manchester City í heimsókn í kvöld.
Arsenal menn á æfingu í snjónum en þeir fá topplið Manchester City í heimsókn í kvöld. Vísir/Getty
Það má búast við fullt af frestunum í enska fótboltanum næstu daga þar sem veðrið er að stríða mönnum á Bretlandseyjum í dag.

Mikið hefur gengið á í veðrinu á Íslandi á síðustu vikum en nú hefur vetur konungur ákveðið að sýna mátt sinn í Evrópu.

Stormurinn Emma hefur látið til sín taka á Englandi og mun gera það áfram næstu daga. Fyrir vikið er mikil óvissa um hvort fótboltaleikirnir geti farið fram í kvöld eða um helgina.

Bikarleikur Tottenham og Rochdale fór fram í mikilli snjókomu á Wembley í gærkvöldi og það er ekkert lát á vetrarveðrinu á Bretlandseyjum.

Rauði liturinn er meira að segja í notkun hjá bresku veðurstofunni eins og sjá má hér fyrir neðan.







Arsenal og Manchester City mætast í ensku úrvalsdeildinni á Emirates-leikvanginum í kvöld en leiknum var frestað þar sem liðin voru að spila í úrslitaleik enska deildabikarsins um síðustu helgi.

Mesut Özil hafði húmor fyrir öllu saman og sagði að vetrarólympíuleikarnir hafi fært sig frá  Pyeongchang til London eins og sjá má hér fyrir neðan.







 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×