Kettir með kaffinu og hundar í Strætó Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. mars 2018 20:00 Viðburðaríkur dagur í lífi margra dýravina er að baki þar sem gæludýr voru í fyrsta sinn boðin velkomin í Strætó og kattakaffihús var opnað í miðbænum. Spói var einn fyrsti ferfætti ferþegi Strætó en hann fékk far með vagni frá Hamraborg að heimili sínu í Kópavogi. Eigandinn segir ferðina hafa gengið ágætlega þrátt fyrir að Spói hafi verið örlítið óöruggur enda óvanur ferðamátanum. „En hann mun örugglega venjast fljótt af því að ég mun örugglega nota þetta heilmikið," segir Jórunn Sörensen, fyrrverandi formaður Sambands dýraverndunarfélaga. „Mér finnst þægilegt að geta fengið far með strætó niður í bæ og geta síðan tekið vagninn frá einhverjum öðrum stað heim." Hún segir Spóa hafa hlotið góðar viðtökur í Strætó. „Áðan var ung stúlka sem var voða glöð og spurði hvort hún mætti taka mynd af okkur." Heimildin fyrir gæludýr í Strætó var einungis veitt til eins árs og verða þau að ferðast utan álagstíma. Dýrin mega ekki vera í strætó á milli klukkan sjö og níu á morgnana og frá þrjú til sex síðdegis. Jórunn telur þessar takmarkanir óþarfar. „Ég þarf að hafa fyrra fallið á mér ef ég ætla í bæinn svo ég sé örugglega búin að skila mér heim áður en útivistartímanum lýkur," segir Jórunn glettin. Jórunn Sörensen, fyrrverandi formaður Sambands dýraverndunarfélaga.Þá var fleira um að vera í dýraheiminum í dag þar sem Kattakaffihús var opnað í Bergstaðastræti. Í október voru gerðar breytingar á reglugerð um hollustuhætti þegar hundar og kettir voru boðnir velkomnir á veitingastaði. Að sögn eigenda varð draumurinn um kattakaffihús þar með nærtækari. Á Kattakaffihúsinu verða alltaf þrír heimilislausir kettir frá samtökunum Villiköttum sem gestir geta tekið að sér. „Hugmyndin er að þú getir komið og kynnst kisunum og í kjölfarið gætuð til dæmis þú og Fabio orðið sambýlingar," segir Ragnheiður Birgisdóttir, annar eigenda, og bendir á svarta köttinn Fabio sem er einn af núverandi íbúum kaffihússins. „Kettir eru líka mjög róandi. Þannig ef þig langar í kaffibolla og klappar kisu aðeins í leiðinni er mjög líklegt að þér líði betur yfir daginn," segir Gígja Björnsson, meðeigandi. Það var fjölmennt í dag og voru gestir hæstánægðir. „Ég er bara ótrúlega ánægð með þetta og ótrúlega spennt," segir Sandra Zak, gestur á kaffihúsinu. Er þetta góð viðbót í kaffihúsaflóruna? „Já alveg pottþétt og kettirnir eru bara líka svo ótrúlega krúttlegir," segir Sandra. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Viðburðaríkur dagur í lífi margra dýravina er að baki þar sem gæludýr voru í fyrsta sinn boðin velkomin í Strætó og kattakaffihús var opnað í miðbænum. Spói var einn fyrsti ferfætti ferþegi Strætó en hann fékk far með vagni frá Hamraborg að heimili sínu í Kópavogi. Eigandinn segir ferðina hafa gengið ágætlega þrátt fyrir að Spói hafi verið örlítið óöruggur enda óvanur ferðamátanum. „En hann mun örugglega venjast fljótt af því að ég mun örugglega nota þetta heilmikið," segir Jórunn Sörensen, fyrrverandi formaður Sambands dýraverndunarfélaga. „Mér finnst þægilegt að geta fengið far með strætó niður í bæ og geta síðan tekið vagninn frá einhverjum öðrum stað heim." Hún segir Spóa hafa hlotið góðar viðtökur í Strætó. „Áðan var ung stúlka sem var voða glöð og spurði hvort hún mætti taka mynd af okkur." Heimildin fyrir gæludýr í Strætó var einungis veitt til eins árs og verða þau að ferðast utan álagstíma. Dýrin mega ekki vera í strætó á milli klukkan sjö og níu á morgnana og frá þrjú til sex síðdegis. Jórunn telur þessar takmarkanir óþarfar. „Ég þarf að hafa fyrra fallið á mér ef ég ætla í bæinn svo ég sé örugglega búin að skila mér heim áður en útivistartímanum lýkur," segir Jórunn glettin. Jórunn Sörensen, fyrrverandi formaður Sambands dýraverndunarfélaga.Þá var fleira um að vera í dýraheiminum í dag þar sem Kattakaffihús var opnað í Bergstaðastræti. Í október voru gerðar breytingar á reglugerð um hollustuhætti þegar hundar og kettir voru boðnir velkomnir á veitingastaði. Að sögn eigenda varð draumurinn um kattakaffihús þar með nærtækari. Á Kattakaffihúsinu verða alltaf þrír heimilislausir kettir frá samtökunum Villiköttum sem gestir geta tekið að sér. „Hugmyndin er að þú getir komið og kynnst kisunum og í kjölfarið gætuð til dæmis þú og Fabio orðið sambýlingar," segir Ragnheiður Birgisdóttir, annar eigenda, og bendir á svarta köttinn Fabio sem er einn af núverandi íbúum kaffihússins. „Kettir eru líka mjög róandi. Þannig ef þig langar í kaffibolla og klappar kisu aðeins í leiðinni er mjög líklegt að þér líði betur yfir daginn," segir Gígja Björnsson, meðeigandi. Það var fjölmennt í dag og voru gestir hæstánægðir. „Ég er bara ótrúlega ánægð með þetta og ótrúlega spennt," segir Sandra Zak, gestur á kaffihúsinu. Er þetta góð viðbót í kaffihúsaflóruna? „Já alveg pottþétt og kettirnir eru bara líka svo ótrúlega krúttlegir," segir Sandra.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira