Handbolti

Stórleikur hjá Guðjóni Val

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guðjón Valur gat fagnað mikið í kvöld
Guðjón Valur gat fagnað mikið í kvöld vísir/getty
Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson fór á kostum í sigri Rhein-Neckar Löwen á GWD Minden í þýsku Bundesligunni í handbolta í kvöld.

Guðjón skoraði 11 mörk og var markahæstur í liði Löwen. Ljónin sigruðu örugglaga 24-35 eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálfleik, 13-17.

Alexander Petersson náði ekki að komast á blað í kvöld.

Bjarki Már Elísson skoraði tvö mörk í sigri Füchse Berlin á Lemgo, 22-25. Gestirnir frá Berlín voru með forystuna allan leikinn og var sigurinn í raun aldrei í hættu.

Marko Vujin tryggði Kiel sigur á Melsungen með marki úr vítakasti þegar fimm sekúndur voru eftir af leiktímanum. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar höfðu leitt megnið af leiknum en hleyptu gestunum inn í leikinn í lokin.

Rhein-Neckar er á toppi deildarinnar eftir 21 leik, tveimur stigum á undan Füchse Berlin í þriðja sætinu. Kiel er í sjötta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×